Leikaraparið Katie Holmes og Jamie Foxx eru ekki trúlofuð eins og margir héldu eftir að Holmes sást með stóran demantshring á vinstri hendi í New Orleans á dögunum.
Samkvæmt Page Six segir talsmaður Holmes að leikkonan sé hvorki trúlofuð né gift. Talsmaðurinn segir hana reyndar vera trúlofaða í myndinni sem hún er að leika í núna en annars sé hún ekki trúlofuð.
Foxx og Holmes eru búin að vera saman í nokkur ár en hafa farið mjög leynt með samband sitt. Sögusagnir um trúlofun fóru einnig af stað fyrir rúmum tveimur árum en þá sást Holmes einnig með svipaðan hring á vinstri hendi.