Joey Christ og Jón í eina sæng

Joey Christ og Jón Jónsson sameina krafta sína í laginu …
Joey Christ og Jón Jónsson sameina krafta sína í laginu Helgarfrí. Ljósmynd/Aðsend

Í dag kom út lagið Helgarfrí á Spotify með þeim Joey Christ og Jóni Jónssyni. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir Jón og Joey Christ vinna saman. Lagið er einnig það fyrsta sem Joey Christ vinnur í samstarfi við Sony. 

Lagið Helgarfrí var tekið upp í 101derland hljóðverinu og höfundar lagsins ásamt þeim Jóni og Joey Christ eru þeir Logi Pedri og Arnar Ingi. 

Joey Christ er hliðarsjálf Jóhanns Kristófers Stefánssonar. Vann hann meðal annars til tvennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á þessu ári fyrir lag og plötu ársins í flokki rapp og hip hop tónlistar auk þess sem lagið Joey Cypher var valið lag ársins af Grapevine.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar