Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand og breska raunveruleikastjarnan Kate Wright eru trúlofuð. Wright birti mynd á Instagram í gær þar sem hún sagði bónorðið vera fullkominn enda á fríi þeirra.
Með parinu í fríi voru þrjú börn Ferdinand og vissu þau af bónorðinu áður en faðir þeirra bað um hönd kærustu sinnar. Knattspyrnuhetjan er ekkill en hann var kvæntur Rebeccu Ellison sem dó árið 2015 eftir erfiða krabbameinsbaráttu.
Parið sem hefur verið saman í tæp tvö ár hefur verið duglegt að tjá ást sína á hvort öðru opinberlega. Greindi Ferdinand meðal annars frá því fyrr á árinu að þau Wright töluðu um að ganga í hjónaband.
View this post on InstagramThe perfect end to our holiday ... How could the answer not be yes❤️❤️
A post shared by Kate Wright (@xkatiewright) on Nov 1, 2018 at 4:30am PDT