Banamein bandaríska rapparans Mac Miller var banvæn blanda af eiturlyfjum og áfengi samkvæmt niðurstöðu dánardómstjóra í Los Angeles.
Þar kemur fram að ópíóðalyfið fentanyl, kókaín og áfengi hafi fundist í blóði Millers, sem hét réttu nafni Malcolm McCormick og var 26 ára.
Fjölmiðlar vestanhafs segja að Miller hafi átt erfitt ár að baki. Í maí síðastliðnum var hann ákærður fyrir ölvunarakstur í Los Angeles, en skömmu áður höfðu hann og söngkonan Ariana Grande slitið sambandi sínu.