Heiða Rún tilnefnd fyrir hlutverk Stellu

Heiða Rún Sigurðardóttir fór með hlutverk Stellu Blómkvist í samnefndum …
Heiða Rún Sigurðardóttir fór með hlutverk Stellu Blómkvist í samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans. Ljósmynd/Aðsend

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed, er tilnefnd sem besta leikkonan á C21’s International Drama Awards fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist í samnefndum sjónvarpsþáttum. 

Í flokknum um bestu leikkonuna eru tilnefndar, ásamt Heiðu, Claire Foy sem lék drottninguna í The Crown, Amy Adams fyrir Sharp Objects, Jodie Comer og Sandra Oh fyrir leik sinn í Killing Eve og Laura Linney fyrir Ozark.

Heiða Rún hefur gert það gott í leiklistarheiminum en hún lék meðal annars í Poldark sem sýndir hafa verið á RÚV síðustu ár. Þættirnir um Stellu Blómkvist, sem eru framleiddir af Saga Film, slógu í gegn hér á landi og hafa þeir verið á flakki um heiminn, en þeir hafa verið sýndir í Frakklandi, Spáni, Belgíu, Hollandi og á Norðurlöndunum svo eitthvað sé nefnt.

Á hátíðinni eru alls veitt verðlaun í þrettán flokkum og verða þau afhent við hátíðlega athöfn á St. Pancras Renaissance-hótelinu, sem hluti af C21’s Content London-ráðstefnunni, 28. nóvember næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir