Tónleikum Judas Priest aflýst

Judas Priest.
Judas Priest. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að aflýsa Judas Priest-hljómleikum sem áttu að fara fram 24. janúar í Laugardalshöll.

„Okkur þykir það virkilega sárt að tilkynna að tónleikum Judas Priest í Laugardalshöll 24. janúar hefur verið aflýst. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er ekki hægt að halda tónleikana og hefur hljómsveitin verið látin vita af þessu. Skiljanlega eru strákarnir í Judas Priest leiðir yfir því að geta ekki haldið tónleika á Íslandi og vonast til þess að í framtíðinni geti þeir komið og spilað fyrir aðdáendur sína á Íslandi. Ástæður fyrir að tónleikunum er aflýst er eitthvað sem hljómsveitarmeðlimir réðu engan vegin[n] yfir. Okkur þykir þetta mjög leitt og þökkum öllum aðdáendum fyrir skilning og þolinmæðina,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna.

Fram kemur, að allir miðakaupendur fái nú fulla endurgreiðslu. Í tilkynningunni segir að „ef þú greiddir með kreditkorti er sjálfkrafa greitt til baka inn á kortið sem greitt var með en ef þú greiddir með debetkorti eða greiðsluöppunum Aur eða Kass þarftu að senda reikningsupplýsingar á netfangið info@tix.is svo við getum endurgreitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir