Tónleikum Judas Priest aflýst

Judas Priest.
Judas Priest. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að aflýsa Judas Priest-hljómleikum sem áttu að fara fram 24. janúar í Laugardalshöll.

„Okkur þykir það virkilega sárt að tilkynna að tónleikum Judas Priest í Laugardalshöll 24. janúar hefur verið aflýst. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er ekki hægt að halda tónleikana og hefur hljómsveitin verið látin vita af þessu. Skiljanlega eru strákarnir í Judas Priest leiðir yfir því að geta ekki haldið tónleika á Íslandi og vonast til þess að í framtíðinni geti þeir komið og spilað fyrir aðdáendur sína á Íslandi. Ástæður fyrir að tónleikunum er aflýst er eitthvað sem hljómsveitarmeðlimir réðu engan vegin[n] yfir. Okkur þykir þetta mjög leitt og þökkum öllum aðdáendum fyrir skilning og þolinmæðina,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna.

Fram kemur, að allir miðakaupendur fái nú fulla endurgreiðslu. Í tilkynningunni segir að „ef þú greiddir með kreditkorti er sjálfkrafa greitt til baka inn á kortið sem greitt var með en ef þú greiddir með debetkorti eða greiðsluöppunum Aur eða Kass þarftu að senda reikningsupplýsingar á netfangið info@tix.is svo við getum endurgreitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton