„Ég er ekki það heimskur“

Karl Bretaprins segist vera meðvitaður um hverjar skyldur þjóðhöfðingja eru.
Karl Bretaprins segist vera meðvitaður um hverjar skyldur þjóðhöfðingja eru. AFP

Karl Bretaprins sagði í gær, miðvikudag, að hann væri ekki nógu heimskur til þess að skipta sér af umdeildum málefnum þegar hann verður kóngur. Þetta sagði verðandi Bretlandskonungur í viðtali um hlutverkið sem bíður hans. 

Elsti sonur Elísabetar Bretlandsdrottningar, þekktur sem prinsinn af Wales, hefur lengi þótt vera maður sem skiptir sér af enda reynt að hafa áhrif á mál sem skipta hann máli, allt frá arkitektúr til umhverfismála. Hann sagði þó í heimildarmynd BBC í tilefni af 70 ára afmæli hans í næstu viku að hann myndi ekki skipta sér af sem kóngur.

„Ég átta mig á að það er allt annað að vera þjóðhöfðingi. Svo auðvitað skil ég fullkomlega hvernig ég á að vinna,“ sagði Karl. 

„Nei, þær munu ekki gera það. Ég er ekki það heimskur,“ sagði prinsinn þegar hann var spurður hvort herferðir hans myndu halda áfram þegar hann yrði kóngur. 

Karl ásamt móður sinni, Elísabetu drottningu.
Karl ásamt móður sinni, Elísabetu drottningu. AFP

Breskt kóngafólk heldur sig fjarri pólitík og sést það vel á vinnu hinnar 92 ára gömlu drottningar sem var krýnd drottning árið 1953. Karl hefur hins vegar unnið að hagsmunum hinna ýmsu málefna eins og kemur í ljós í bréfum milli hans og breskra ráðherra. Bréfin eru kölluð „svörtu kóngulóar“-minnisblöðin.

Hann er einnig þekktur fyrir að hafa sterkar skoðanir á nútímaarkitektúr. Árið 1976 var hætt við áform um viðbyggingu við National Gallery í London eftir að Karl hafði talað illa um viðbygginguna í ræðu sinni. 

Margar kynslóðir Breta hafa ekki þekkt annan þjóðhöfðingja en Elísabetu aðra sem er dáð fyrir að halda erfiðri fjölskyldu sinni saman og taka ekki þátt í pólitík. Aðdáendur Karls eru ekki jafnmargir og fær hann oft að finna fyrir því í fjölmiðlum. 

Sér til varnar sagði Karl að hann tæki ekki í þátt í flokkapólitík og skildi muninn á stöðunni sem hann er í núna og þeirri sem hann mun líklega taka við. 

„Veistu, ég hef reynt að passa upp á að það sem ég hef gert sé ekki tengt flokkapólitík og ég held að það sé mikilvægt að muna að það er bara pláss fyrir einn þjóðhöfðingja í einu, ekki tvo,“ sagði Karl. 

„En hugmyndin að ég ætli á einhvern hátt vera nákvæmlega eins, ef ég þarf að taka við, það er algjört bull af því þessar tvennar aðstæður eru mjög ólíkar.“

Karl Bretaprins og Elísabet drottning.
Karl Bretaprins og Elísabet drottning. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir