Þjóðleikur í öllum landshlutum

Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri Þjóðleiks, fremst á mynd, Ólafur Egill …
Björn Ingi Hilmarsson, verkefnastjóri Þjóðleiks, fremst á mynd, Ólafur Egill Egilsson í fremstu röð til vinstri og leiðbeinendur leikhópa. Eggert Jóhannesson

Leik­list­ar­verk­efnið Þjóðleik­ur, sem Þjóðleik­húsið hleypti af stokk­un­um fyr­ir tíu árum, hef­ur vaxið og dafnað ár frá ári. Mark­miðið var frá upp­hafi skýrt og hef­ur ekk­ert breyst: Að tengja Þjóðleik­húsið á lif­andi hátt við ungt fólk, 13-20 ára, á lands­byggðinni og efla þannig bæði áhuga þess og þekk­ingu á list­form­inu.

„Verk­efnið, sem er tví­ær­ing­ur, hófst á Aust­ur­landi, en hef­ur síðan breiðst út til sex annarra lands­hluta; Suður­lands, Reykja­ness, Vest­ur­lands, Vest­fjarða, Norður­lands eystra og Norður­lands vestra. Með leik­hópa Þjóðleiks í öll­um lands­hlut­um er hringn­um nú lokað,“ seg­ir Björn Ingi Hilm­ars­son, leik­ari, leik­stjóri og deild­ar­stjóri barna- og fræðslu­starfs Þjóðleik­húss­ins, og held­ur áfram:

„Fyr­ir­komu­lagið er með þeim hætti að annað hvert ár eru þrjú eða fjög­ur þekkt, ís­lensk leik­skáld feng­in til að skrifa krefj­andi og spenn­andi leik­rit fyr­ir ungt fólk. Í sam­ráði við leiðbein­anda leik­hóps­ins, sem verður að vera eldri en tví­tug­ur, velja ung­menn­in síðan eitt verk­anna til að setja upp í sinni heima­byggð og njóta til þess stuðnings fag­fólks frá Þjóðleik­hús­inu. Á vor­in er svo alltaf mikið um dýrðir þegar blásið er til leik­list­ar­hátíðar þar sem leik­hóp­ar, sem oft eru nokkr­ir í hverj­um lands­hluta, koma sam­an og hver og einn sýn­ir sína upp­færslu. Hátíðin er vett­vang­ur fyr­ir leik­hóp­ana að sýna sig og sjá aðra og ræða sam­an um leik­list og leik­rit. Á hátíðinni sjá leik­ar­ar og áhorf­end­ur glögg­lega hversu ólík­ar leiðir hægt er að fara að ein­um og sama text­an­um,“ seg­ir Björn Ingi í viðtali sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag. 

Verk­efn­is­stjóri frá Dal­vík

Björn Ingi er verk­efn­is­stjóri Þjóðleiks og tók hann við starf­an­um af Vig­dísi Jak­obs­dótt­ur, sem að hans sögn á bæði heiður­inn af hug­mynd­inni og fram­tak­inu. „Þjóðleik­ur á sér fyr­ir­mynd í Þjóðleik­hús­inu í London, en er á all­an hátt lagaður að ís­lensk­um aðstæður. Mér er bæði ljúft og skylt að leggja mitt af mörk­um sem starfsmaður Þjóðleik­húss­ins til að efla leik­list­ar­starf meðal ungs fólks í dreif­býl­inu. Sjálf­ur er ég frá Dal­vík, þar sem ég tók þátt í leik­list þegar ég var ung­ling­ur, og hefði gjarn­an viljað vera með í svona verk­efni,“ seg­ir Björn Ingi og bæt­ir við að oft­ast teng­ist Þjóðleik­ur leik­list­ar­starfi skól­anna.

Á tíu árum hafa nokk­ur leik­skáld þjóðar­inn­ar samið sam­tals fjór­tán leik­rit sér­stak­lega fyr­ir Þjóðleik og mörg hundruð ung­menni hafa verið virkjuð til þátt­töku í upp­setn­ingu þeirra. „Í til­efni af tíu ára af­mæl­inu ætl­um við að líta yfir far­inn veg og bjóða unga fólk­inu upp á „brot af því besta“ ef svo má að orði kom­ast,“ seg­ir Björn Ingi og á við að leik­rit­in fjög­ur sem valið stend­ur um að þessu sinni séu ekki splunku­ný af nál­inni. Enda hafi þau verið skrifuð á mis­mun­andi tím­um og verið sett upp af leik­hóp­um Þjóðleiks á árum áður.

Leik­rit­in sem urðu fyr­ir val­inu og leik­hóp­arn­ir setja upp á loka­hátíðinni næsta vor eru Tjaldið eft­ir Hall­grím Helga­son, Eft­ir lífið eft­ir Sig­trygg Magna­son, Dúkku­lísa eft­ir Þór­dísi Elvu Þor­valds­dótt­ur og Íris eft­ir þau Bryn­hildi Guðjóns­dótt­ur og Ólaf Egil Eg­ils­son.

Ólík viðfangs­efni

Spurður af hverju ein­mitt þessi verk hafi verið val­in og hvort þau eigi eitt­hvað sam­merkt svar­ar Björn Ingi að þau hafi öll ákveðna skír­skot­un til sam­tím­ans, feli í sér áskor­un í upp­færslu og séu ein­fald­lega bæði skemmti­leg og áhuga­verð. „Viðfangs­efn­in eru ólík, en leik­rit­in eiga það sam­eig­in­legt að hverf­ast um ungt fólk og ýmis mál­efni sem á því brenna. Und­ir­tónn­inn er á stund­um al­var­leg­ur. Til dæm­is skrifaði Hall­grím­ur Tjaldið í kjöl­far nokk­urra nauðgun­ar­mála sem upp komu á úti­hátíðum og legg­ur út af hinu svo­kallaða Gillzenegger -máli, þar sem stúlka kærði nauðgun, en málið var látið niður falla. Svo notuð séu orð leik­skálds­ins þá spegl­ar leik­ritið þann mis­kunn­ar­lausa „lög­fræðilega“ veru­leika, sem stund­um get­ur staðið í hróp­legri and­stöðu við það sem í raun og veru gerðist,“ seg­ir Björn Ingi og stikl­ar á stóru um hin þrjú verk­in:

Dúkku­lísa eft­ir Þór­dísi Elvu fjall­ar um unga stúlku sem verður ólétt eft­ir skóla­bróður sinn. Íris þeirra Bryn­hild­ar og Ólafs Eg­ils á sér marg­ar, ólík­ar hliðar, stund­um er hún glaða stelp­an, stund­um agress­í­va stelp­an eða stelp­an í rugl­inu svo dæmi séu tek­in. Í leik­riti Sig­tryggs, Eft­ir lífið, er sögu­sviðið sam­nefnd­ur staður þar sem gam­alt fólk sem deyr end­ur­holdg­ast í fimmtán ára ung­ling­um og mögu­lega af gagn­stæðu kyni en það var í lif­anda lífi.“

Aug­ljós ávinn­ing­ur

Varðandi leik­ritið Íris bend­ir Björn Ingi á að þótt verkið fjalli um eina stelpu bjóði það upp á að marg­ar leik­kon­ur fari með hlut­verkið. „Eða strák­ar, ef því væri að skipta, enda höf­und­arn­ir æv­in­lega opn­ir fyr­ir sam­tali. Leik­rit Þjóðleiks bjóða alla jafna upp á mörg hlut­verk, enda mik­il­vægt að fá sem flesta til þátt­töku. Krist­ín Gests­dótt­ir, kenn­ari og leiðbein­andi frá upp­hafi Þjóðleiks, skrifaði MA-rit­gerð um verk­efnið og kemst að sömu niður­stöðu og fjöldi rann­sókna að þátt­taka ung­menna í ferli af þessu tagi sé vald­efl­andi og hjálpi þeim að setja sig í spor annarra.“

Ann­ars seg­ir Björn Ingi að ávinn­ing­ur Þjóðleiks sé afar fjölþætt­ur. Áhrif­in blasi við í aukn­um áhuga ungs fólks á leik­húsi og af­stöðu til þess á þeim landsvæðum sem verk­efnið hef­ur náð til. Þar hafi skól­ar líka í aukn­um mæli boðið upp á valáfanga í leik­list og orðið hafi til frjór vett­vang­ur sam­vinnu kennarra og annarra sem áhuga hafa á að vinna að leik­list með ungu fólki.

„Svo má ekki gleyma því að oft vant­ar mót­vægi við mögu­leik­ana sem standa til boða í íþrótt­um. Leik­list­in er góður kost­ur og ábyggi­lega betri fyr­ir marga,“ seg­ir Björn Ingi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason