Sjötugur og sæll prins á afmælismyndunum

Karl Bretaprins er sjötugur í dag.
Karl Bretaprins er sjötugur í dag. ljósmynd/Clarence House

Karl Bretaprins fagnar 70 ára afmæli í dag. Breska konungsfjölskyldan sendi frá sér tvær myndir af afmælisprinsinum með fjölskyldu sinni. Lítur Karl út fyrir að vera góður afi á myndinni enda með Georg litla prins í kjöltu sinni. 

Auk Georgs á myndinni sem tekin var í garði prinsins í sumar má sjá hin barnabörnin tvö þau Karlottu prinsessu og Lúðvík prins. Þau Camilla eiginkona hans, Vilhjálmur og Katrín og Harry og Meghan virðast líka í mjög góðu skapi á myndinni. 

Afmæli prinsins hefur verið fagnað með ýmsum hætti síðustu daga en fyrsta veislan fór reyndar fram í sumar. Prinsinn er ekki enn orðinn kóngur þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur en eitt er víst að hann er tilbúinn fyrir starfið eins og hann lýsti yfir í nýju viðtali í tilefni afmælisins. 

„Ég átta mig á að það er allt annað að vera þjóðhöfðingi. Svo auðvitað skil ég full­kom­lega hvernig ég á að vinna,“ sagði Karl sem hefur verið umdeildur fyrir að skipta sér af um­deild­um mál­efn­um sem prins. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir