Íslensk fyrirsæta með Kendall Jenner

Kristín Lilja Sigurðardóttir fyrirsæta sat fyrir með Kendall Jenner í …
Kristín Lilja Sigurðardóttir fyrirsæta sat fyrir með Kendall Jenner í London í gær. Ljósmynd/Aðsend

„Það var mjög fyndið að sjá hana í persónu, því hún er alveg eins og á öllum myndunum. Eiginlega eins og barbídúkka,“ segir Kristín Lilja Sigurðardóttir fyrirsæta um afskipti sín af Kendall Jenner. Hún sat fyrir með henni í London í gær.

Jenner er andlit nýrrar línu sem Adidas Originals gerir í samstarfi við fatahönnuðinn Oliviu Oblanc. Kristín var í níu manna hópi sem sat fyrir ásamt Jenner á kynningarviðburði fyrir fatalínuna í gær. 

Hér sést Kristín til vinstri við Kendall sjálfa. Það fer …
Hér sést Kristín til vinstri við Kendall sjálfa. Það fer vel um þær á Adidas-pöllum í Adidas-búningum. Mynd/Skjáskot af Instagram

Mbl.is náði tali af Kristínu nýlentri á Íslandi frá London. Hún var sátt. „Þetta var mjög skrýtið. Það er alltaf merkilegt þegar maður sér einhvern svona þekktan,“ segir Kristín. Jenner er með næstum 100 miljónir fylgjenda á Instagram og er ein aðalstjarna í vinsælasta raunveruleikaþætti heims. 

„Það var sjúklega mikið af öryggisvörðum í kringum hana og í rauninni bara heilt teymi,“ segir Kristín sem þó segist hafa heilsað stjörnunni. „Við sögðum bara hæ.“

Kynningarviðburðurinn var þannig að fyrirsæturnar sátu saman og stilltu sér upp í miðju rými og gestir virtu þau fyrir sér. Jenner tók ekki þátt í venjulegum undirbúningi fyrir viðburðinn með hinum fyrirsætunum. „Hún mætti bara alveg tilbúin á settið, klædd og förðuð og allt,“ segir Kristín.

Hér er allur hópurinn saman kominn og Kristínu má sjá …
Hér er allur hópurinn saman kominn og Kristínu má sjá í svörtum galla beint fyrir aftan stórstjörnuna. Ljósmynd/Skjáskot af Instagram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar