Hollywood-stjarna skemmti sér í ÍR-heimilinu

Kristófer Davíð Traustason ásamt Ezra Miller.
Kristófer Davíð Traustason ásamt Ezra Miller. ljósmynd/Ísleifur Gissurarson

Partýgestum í 80's-partýi knattspyrnufélagsins Léttis í Breiðholti brá í brún þegar Hollywood-leikarinn Ezra Miller mætti í partýið á laugardaginn. Kristófer Davíð Traustason, fyrirliði Léttis, segir að fólk hafi þekkt Miller þegar hann mætti og allt hafi orðið vitlaust í partýinu. 

Kristófer segir að Miller hafi komið í gegnum sameiginlegan vin sem tengist KEX-hosteli. Það kom því Kristófer ekki á óvart að hann hafi komið þótt hann hafi ekki vitað að Miller væri á landinu. Segir hann að Miller hafi bara viljað komast í gott partý. 80's-partýið er árlegt partý og verður greinilega bara stærra með árunum. 

Miller leikur meðal annars í Fantastic Beasts-myndunum auk þess sem hann lék í Justice League og Suicide Squad. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup