Partýgestum í 80's-partýi knattspyrnufélagsins Léttis í Breiðholti brá í brún þegar Hollywood-leikarinn Ezra Miller mætti í partýið á laugardaginn. Kristófer Davíð Traustason, fyrirliði Léttis, segir að fólk hafi þekkt Miller þegar hann mætti og allt hafi orðið vitlaust í partýinu.
Kristófer segir að Miller hafi komið í gegnum sameiginlegan vin sem tengist KEX-hosteli. Það kom því Kristófer ekki á óvart að hann hafi komið þótt hann hafi ekki vitað að Miller væri á landinu. Segir hann að Miller hafi bara viljað komast í gott partý. 80's-partýið er árlegt partý og verður greinilega bara stærra með árunum.
Miller leikur meðal annars í Fantastic Beasts-myndunum auk þess sem hann lék í Justice League og Suicide Squad.
View this post on InstagramA post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST