Prinsessan komin með kærasta

Beatrice prinsessa er sögð vera komin með kærasta.
Beatrice prinsessa er sögð vera komin með kærasta. AFP

Hin þrítuga breska prinsessa, Beatrice af Jórvík, er sögð vera komin með nýjan kærasta. Greina erlendir miðlar frá því að sá heppni sé 34 ára gamall fasteignafjárfestir að nafni Edoardo Mapelli Mozzi. 

Samkvæmt People er Mozzi fjölskylduvinur og þau hafi þekkst í mörg ár. Það hafi því ekki þurft að kynna hann sérstaklega fyrir Andrési prins og Söruh Ferguson. Bíða margir spenntir eftir öðru konunglegu brúðkaupi í Bretlandi eftir tvö á árinu sem er að líða. 

Beatrice fylgdist með litlu systur sinni, Eugenie prinsessu, gifta sig í október en sjálf hætti hún með kærasta sínum fyrir tveimur árum. Höfðu þau Beatrice og Dave Clark verið saman í um tíu ár. 

Beatrice prinsessa af York ásamt móður sinni Söruh Ferguson.
Beatrice prinsessa af York ásamt móður sinni Söruh Ferguson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir