Trump-hjónin fengu risastórt jólatré

Donald og Melania Trump fengu jólatré á mánudaginn.
Donald og Melania Trump fengu jólatré á mánudaginn. AFP

Á mánudaginn fengu forsetahjón Bandaríkjanna, Melania og Donald Trump, jólatré sitt með hestvagni. Tréð mun standa í stofu þeirra í Hvíta húsinu sem notuð er undir veislur og aðra viðburði. Eins og margt tengt Bandaríkjunum er tréð stórt eða hátt í sex metrar á hæð. 

Vanalega er það bara forsetafrúin sem sér um skreytingar en forsetinn lét sig þó ekki vanta þegar jólatréð kom með hestvagninum. Virtist forsetinn kampakátur í hátíðarskapi og klappaði hestunum. 

Forsetinn klappaði hestunum.
Forsetinn klappaði hestunum. AFP
Jólatréð er í stærra laginu.
Jólatréð er í stærra laginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar