Hótelerfinginn Paris Hilton er sögð ætla að halda tveggja milljóna dollara trúlofunarhring sínum sem fyrrverandi unnusti hennar, Chris Zylka, gaf henni um síðustu áramót. Í vikunni bárust fréttir af því að Hilton og Zylka hefðu slitið trúlofun sinni.
Zylka var sagður vilja hringinn aftur en samkvæmt heimildum Page Six á Hilton hringinn. Zylka borgaði ekki einu sinni fyrir hringinn. „Hringurinn er hennar,“ sagði heimildarmaður. Er skartgripasalinn og vinur Hilton, Michael Greene, sagður hafa gefið hringinn.
Verður það að teljast líklegt enda eigur Zylka aðeins metnar á fjórar milljónir á meðan Hilton er metin á 300 milljónir. Eru vinir stjörnunnar ekki hissa á sambandsslitunum. „Hún hefur ekki verið hamingjusöm um tíma,“ var haft eftir heimildarmanni. „Hún hefur alltaf borgað fyrir allt.“