Melania með umdeildar jólaskreytingar

Melania Trump klæðist svörtum fatnaði þegar hún gengur um austurhluta …
Melania Trump klæðist svörtum fatnaði þegar hún gengur um austurhluta Hvíta hússins. Trén minna á crimson topiary-trén sem eru tré með berjum á. Ljósmynd/skjáskot Youtube

Jólin eru komin í Hvíta húsið og sitt sýnist hverjum um skreytingarnar. Á meðan sumir eru yfir sig hrifnir af rauðu jólalitunum tala aðrir um blóðrauða ganga, dauða og drungalegheit.

Melania Trump valdi á þessu ári rautt þema sem hún kallar „American Treasures“ eða  fjársjóði Bandaríkjanna. Hún vísar í rauða litinn í bandaríska fánanum, hugrekki Bandaríkjamanna og vinnusemi. Það að skreyta Hvíta húsið er stórt verkefni og þakkar hún 225 sjálfboðaliðum sem lögðu henni lið í þessu verkefni fallega fyrir vinnuna sína í hjartnæmri færslu á Twitter.

Jólaskreytingar með skilaboðum.
Jólaskreytingar með skilaboðum. AFP

Að venju er fjölmiðlum boðið að virða fyrir sér jólin í Hvíta húsinu fyrst allra. Melania Trump vakti athygli þeirra í gær, með því að vera fjarverandi þá frumsýningu og velja frekar að birta myndband af jólaskreytingunum og þannig láta verkin tala sínu máli.

Forsetafrúin klæddist svörtum fatnaði í myndbandinu og er þemað gjörólíkt því sem hún valdi í fyrra. Þar var þemað hvítt, hún klædd hvítum kjól með dansandi ballettdansara í kringum sig. 

The Washington Post gerir fjarveru forsetafrúarinnar að umtalsefni sínu, sem og drungalegar jólaskreytingar.

Time gerir viðbrögð almennings að meginviðfangsefni sínu. Hvernig sumir völdu að tengja rauða litinn við blóð, dauða og þemað við Handsmaid´s Tale-þáttaröðina. 

Forsetafrúin lagði greinilega mikið á sig við að gera Hvíta húsið að ævintýralegum stað að heimsækja. Enda má búast við miklum fjölda fólks sem sækir hugmyndir í þær skreytingar sem finna má í Hvíta húsinu. Melania Trump er vön því að vinna skipulega að því sem hún tekur sér fyrir hendur. Rauður hefur löngum þótt litur jólanna og sama hvað fólki finnst um rauðu berjatrén á göngunum í austurhluta  byggingarinnar. Þá lýsa stór og falleg jólatrén víðs vegar um húsið upp skammdegið og færa birtu og yl til þeirra sem hafa áhuga á að skoða skreytingarnar út frá fleiri sjónarhornum. 

Mikið er lagt upp úr jólaskreytingunum sem eru í m.a. …
Mikið er lagt upp úr jólaskreytingunum sem eru í m.a. rauðu þema. AFP
Rauði liturinn er áberandi í jólaskreytingum. Hér eru rauðar jólakúlur …
Rauði liturinn er áberandi í jólaskreytingum. Hér eru rauðar jólakúlur notaðar neðst á trjánum í Hvíta húsinu. AFP
Jólaævintýri Hvíta hússins.
Jólaævintýri Hvíta hússins. AFP
Klassískt jólaskraut í anda bandarískra jóla.
Klassískt jólaskraut í anda bandarískra jóla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar