Melania með umdeildar jólaskreytingar

Melania Trump klæðist svörtum fatnaði þegar hún gengur um austurhluta …
Melania Trump klæðist svörtum fatnaði þegar hún gengur um austurhluta Hvíta hússins. Trén minna á crimson topiary-trén sem eru tré með berjum á. Ljósmynd/skjáskot Youtube

Jól­in eru kom­in í Hvíta húsið og sitt sýn­ist hverj­um um skreyt­ing­arn­ar. Á meðan sum­ir eru yfir sig hrifn­ir af rauðu jóla­lit­un­um tala aðrir um blóðrauða ganga, dauða og drunga­leg­heit.

Mel­ania Trump valdi á þessu ári rautt þema sem hún kall­ar „American Trea­sures“ eða  fjár­sjóði Banda­ríkj­anna. Hún vís­ar í rauða lit­inn í banda­ríska fán­an­um, hug­rekki Banda­ríkja­manna og vinnu­semi. Það að skreyta Hvíta húsið er stórt verk­efni og þakk­ar hún 225 sjálf­boðaliðum sem lögðu henni lið í þessu verk­efni fal­lega fyr­ir vinn­una sína í hjart­næmri færslu á Twitter.

Jólaskreytingar með skilaboðum.
Jóla­skreyt­ing­ar með skila­boðum. AFP

Að venju er fjöl­miðlum boðið að virða fyr­ir sér jól­in í Hvíta hús­inu fyrst allra. Mel­ania Trump vakti at­hygli þeirra í gær, með því að vera fjar­ver­andi þá frum­sýn­ingu og velja frek­ar að birta mynd­band af jóla­skreyt­ing­un­um og þannig láta verk­in tala sínu máli.

For­setafrú­in klædd­ist svört­um fatnaði í mynd­band­inu og er þemað gjör­ólíkt því sem hún valdi í fyrra. Þar var þemað hvítt, hún klædd hvít­um kjól með dans­andi ball­ett­d­ans­ara í kring­um sig. 

The Washingt­on Post ger­ir fjar­veru for­setafrú­ar­inn­ar að um­tals­efni sínu, sem og drunga­leg­ar jóla­skreyt­ing­ar.

Time ger­ir viðbrögð al­menn­ings að meg­in­viðfangs­efni sínu. Hvernig sum­ir völdu að tengja rauða lit­inn við blóð, dauða og þemað við Hands­maid´s Tale-þáttaröðina. 

For­setafrú­in lagði greini­lega mikið á sig við að gera Hvíta húsið að æv­in­týra­leg­um stað að heim­sækja. Enda má bú­ast við mikl­um fjölda fólks sem sæk­ir hug­mynd­ir í þær skreyt­ing­ar sem finna má í Hvíta hús­inu. Mel­ania Trump er vön því að vinna skipu­lega að því sem hún tek­ur sér fyr­ir hend­ur. Rauður hef­ur löng­um þótt lit­ur jól­anna og sama hvað fólki finnst um rauðu berja­trén á göng­un­um í aust­ur­hluta  bygg­ing­ar­inn­ar. Þá lýsa stór og fal­leg jóla­trén víðs veg­ar um húsið upp skamm­degið og færa birtu og yl til þeirra sem hafa áhuga á að skoða skreyt­ing­arn­ar út frá fleiri sjón­ar­horn­um. 

Mikið er lagt upp úr jólaskreytingunum sem eru í m.a. …
Mikið er lagt upp úr jóla­skreyt­ing­un­um sem eru í m.a. rauðu þema. AFP
Rauði liturinn er áberandi í jólaskreytingum. Hér eru rauðar jólakúlur …
Rauði lit­ur­inn er áber­andi í jóla­skreyt­ing­um. Hér eru rauðar jóla­kúl­ur notaðar neðst á trján­um í Hvíta hús­inu. AFP
Jólaævintýri Hvíta hússins.
Jóla­æv­in­týri Hvíta húss­ins. AFP
Klassískt jólaskraut í anda bandarískra jóla.
Klass­ískt jóla­skraut í anda banda­rískra jóla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver sem þarfnast aðstoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Gefðu þér tíma til að taka þátt í smásprelli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant