Díönu mistókst fyrstu jólin

Díana prinsessa kunni ekki allar reglur bresku konungsfjölskyldunnar fyrsta árið.
Díana prinsessa kunni ekki allar reglur bresku konungsfjölskyldunnar fyrsta árið. AFP

Breska konungsfjölskyldan er þekkt fyrir undarlegar hefðir en á jólunum er sú hefð í fjölskyldunni að gefa hvort öðru fyndnar og skemmtilegar jólagjafir, ekki endilega dýrar. InStyle greinir frá því að Díana prinsessa hafi ekki vitað af þessari hefð þegar hún eyddi fyrstu jólunum með Karli Bretaprins. 

Fyrstu jólin er Díana sögð hafa gefið systur tengdaföður síns, Önnu prinsessu, kasmírpeysu. Gjöfin var auðvitað góð en ekki við hæfi í fölskyldunni. Díana bætti um betur næstu jól og gaf Önnu hlébarðamynstraða baðmottu. 

Anna prinsessa er einnig sögð hafa gefið bróðir sínum Karli leðurklósettsetu sem á að vera í sérstöku uppáhaldi hjá Karli. 

Katrín hertogaynja er góð í þessum gjöfum og er sögð hafa gefið Harry mági sínum útbúnað til þess að rækta sína eigin kærustu enda var Harry töluvert lengur að festa ráð sitt en bróðir sinn Vilhjálmur. 

Anna prinsessa.
Anna prinsessa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup