Kendric Lamar með flestar tilnefningar

Kendric Lamar er tilnefndur til átta Grammy-verðlauna.
Kendric Lamar er tilnefndur til átta Grammy-verðlauna. AFP

Tilnefningar til Grammy-tónlistarverðlaunanna voru kynntar í dag, föstudag. Rapparinn Kendric Lamar fékk flestar tilnefningar eða átta talsins en Drake kom fast á hæla hans með sjö. Brandi Carlile fékk sex tilnefningar og var sú tónlistarkona sem fékk flestar tilnefningar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 10. febrúar á næsta ári. 

Lamar var meðal annars tilnefndur fyrir plötu ársins og lag ársins í almennum flokki auk þess sem hann hlaut tilnefningar sérstaklega í rappflokki. Drake hlaut sömuleiðis tilnefningar í almennum flokki sem og í flokki R&B-tónlistar. Brandi Carlile er sveitasöngkona og hlaut tilnefningar í þeim flokki sem og í almennum flokki. 

Það kom nokkuð á óvart að tónlistarkonan Taylor Swift fékk aðeins eina tilnefningu fyrir plötu sína Reputation í poppflokki. Ariana Grande fékk bara tvær tilnefningar. Justin Timberlake fékk einnig bara eina tilnefningu og hjónin Beyoncé og Jay-Z fengu ekki tilnefningu fyrir plötu sína Everything Is Love. 

Hér má sjá lista yfir tilnefningar til Grammy-verðlaunanna. 

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir