Varstu farin(n) að sakna Georgs Bjarnfreðarsonar? Ef svo er þá þarftu ekki að gráta þig í svefn á kvöldin því það er búið að dusta rykið af honum.
Hann er aðalstjarnan í nýrri herferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má sjá Georg Bjarnfreðarson í essinu sínu. Nú í nýju hlutverki sem eigandi verslunarinnar Georgskjara.