Kristín Þóra í Shooting Stars

Kristín Þóra.
Kristín Þóra. Ljósmynd/Bjarni Eiríksson

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í hópinn Shooting Stars árið 2019. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi.  

„Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ýtrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu,“ sagði dómnefnd EFP um valið á Kristínu, að því er kemur fram í tilkynningu.

Kristín Þóra hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í myndinni. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018.

Shooting Stars-hópurinn verður kynntur sérstaklega á hátíðinni Berlinale sem fer fram dagana 7. til 17. febrúar á næsta ári. Aðilar EFP eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim.

Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars-hópnum árið 1999 en nú situr hann í dómnefnd EFP vegna vals á leikurum.

Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars-hópnum eru:

Ingvar E. Sigurðsson 1999

Hilmir Snær Guðnason 2000

Baltasar Kormákur 2001

Margrét Vilhjálmsdóttir 2002

Nína Dögg Filippusdóttir 2003

Tómas Lemarquis 2004

Álfrún Örnólfsdóttir 2005

Björn Hlynur Haraldsson 2006

Gísli Örn Garðarsson 2007

Hilmar Guðjónsson 2012

Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014

Hera Hilmarsdóttir 2015

Atli Óskar Fjalarsson 2016

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir