Rulla sem hentar Foster frábærlega

Jodie Foster, leikkona og leikstjóri.
Jodie Foster, leikkona og leikstjóri. AFP

Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir er hæstánægð með að Jodie Foster ætli að feta í fótspor hennar og fara með sama hlutverk og hún fer með í Kona fer í stríð, hlutverk kórstjórans, baráttukonunnar og aðgerðasinnans Höllu.

„Bara geggjað. Það hlýtur að vera hrós fyrir mig,“ segir hún þegar hún er spurð að því hvernig þetta leggist í hana. „Þá hlýt ég að hafa gert söguna hans Benna þannig að Jodie Foster langi að gera hana líka.“

Halldóra í hlutverki Höllu í Kona fer í stríð.
Halldóra í hlutverki Höllu í Kona fer í stríð.


–Heldurðu að hún reyni að líkja eftir þér?

„Nei, ég hugsa að hún reyni að gera þetta betur, hún hlýtur að hugsa það, annars væri hún ekki stórkostlegur listamaður og hún er stórkostlegur listamaður. Þannig að hún hlýtur að sjá möguleika í því að gera söguna stærri. Hún er náttúrulega með meira fjármagn og sér líka að sagan á erindi. Ég held að þetta sé rulla sem hentar henni frábærlega, af því þessi persóna er frekar róleg en samt með rosalegan vilja. Það er einbeittur brotavilji í aðalhetjunni.“

–Ég heyri að þú ert hrifin af henni sem leikkonu?

„Jodie? Já, hún er algjör negla. Ég er rosa fegin að hún er að gera þetta,“ svarar Halldóra.

„Þegar ég las þetta handrit hugsaði ég með mér að einhver amerísk stórstjarna ætti eftir að kaupa það af því það eru ekki til svona flottar rullur fyrir leikkonur á mínum aldri, sterkar leikkonur sem eru komnar með það mikla reynslu að þær vilja bera heila mynd. Það er erfitt fyrir þessar stjörnur að fá almennileg hlutverk og ég er svo glöð að það er Jodie Foster sem stökk á þetta en ekki einhver sem þarf að setja kvenleikann í forgrunn en ekki söguna. Jodie Foster stendur alltaf fyrir það sem hún er að gera en ekki það sem hún lítur út fyrir að vera.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir