Framlag Íslands til Óskarsverðlauna í flokki kvikmynda á erlendum málum komst ekki á lista níu kvikmynda sem eiga möguleika á að verða tilnefndar til verðlaunanna 2019. Áttatíu og sjö kvikmyndir á erlendum tungumálum komu til greina við tilnefninguna.
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var valin af félögum í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunn (ÍKSA) í rafrænni kosningu í september.
Þær kvikmyndir sem komust í gegn um fyrsta niðurskurð eru kvikmyndirnar Pájaros de verano (Birds of Passage) frá Kólumbíu, Den skyldige (The Guilty) frá Danmörku, Werk ohne Autor (Never Look Away) frá Þýskalandi, Manbiki Kazoku (Shoplifters) frá Japan, Ayka frá Kazakstan, Capernaum frá Líbanon, Roma frá Mexíkó, Zimna wojna (Cold War) frá Póllandi og Beoning (Burning) frá Suður-Kóreu.
Fimm kvikmyndanna keppa síðan endanlega um Óskarsverðlaun erlendra kvikmynda, en tikkynnt verður um endanlegar tilnefningar 22. janúar.