Önnur þáttaröð af Ófærð var frumsýnd á RÚV í kvöld og létu landsmenn ekki sitt eftir liggja á Twitter frekar en í fyrstu þáttaröðinni og tístuðu ótt og títt.
Lögreglumaðurinn Andri, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, er í aðalhlutverki líkt og í fyrstu þáttaröðinni. Þegar reynt er að ráða iðnaðarráðherra af dögum á Austurvelli er honum falið að stýra rannsókn málsins, sem leiðir hann á kunnugar slóðir norður í landi, þar sem Hinrika, leikin af Ilmi Kristjánsdóttur, hefur tekið við stöðu lögreglustjóra.
Hér má sjá brot af líflegri umræðu sem varð á Twitter yfir fyrsta þættinum og ljóst er að von er á mikilli veislu næstu níu vikurnar á meðan þættirnir verða í sýningu. Áhorfendur þurfa reyndar ekki að bíða í heila viku eftir næsta þætti, en hann verður sýndur á sunnudag.
Spennan magnaðist fljótt:
Ég er mega spennt fyrir nýrri þáttaröð af #ófærð
— Elín Kára (@ekaradottir) December 26, 2018
Þetta tók ekki langan tíma:
Ég er strax búinn að fatta hver morðinginn er #ófærð
— Bjarni Bragason (@bjarnibr) December 26, 2018
Hljóðið var enn og aftur til umræðu:
30 sek búnar og ég þrái ekkert heitar en að geta valið subtitles #ofærð
— Eisi Kristjánss (@EidurKristjanss) December 26, 2018
Það er vandlifað á þessu heimili:
Ég verð að hætta á internetinu af því að maðurinn minn fór út og ég lofaði að horfa á #ófærð með honum.
— Birna Rún (@birnaruns) December 26, 2018
Kannski einfaldara að skilja bara við hann?
Gói hefur sýnt á sér nýjar hliðar á árinu:
Eftir Lof mér að falla og nú #Ófærð verður Gói aldrei annað en Vondi í mínum bókum.
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) December 26, 2018
Fyrst Lof mér að falla og núna Ófærð; ég er ánægður með þessa nýju ímynd hans Góa sem gríðarlega hörð, erfið týpa. #ófærð
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 26, 2018
Áhorfendur virðast almennt ánægðir með leikaravalið, að minnsta kostu fyrrverandi Radíus-bróðurinn:
King Valdimar Örn Flygenring! Yes! #ófærð
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) December 26, 2018
Steinn Ármann með þrusu innkomu hérna. #ófærð
— Arnór Bogason (@arnorb) December 26, 2018
Steinn Ármann fyrsti senuþjófur #ófærð
— Heisi (@Heisi69327095) December 26, 2018
Steinn Ármann er algjört one man army í þessum fyrsta þætti. Tour de force performans. #ófærð
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 26, 2018
Sammála?
Mér finnst #ófærð fanga íslenskan raunveruleika ansi vel fyrir utan það að enginn var að veipa.
— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) December 26, 2018
Góð spurning:
Ég er ekki að horfa - er einhver ófærð í Ófærð 2? #ófærð
— Stígur Helgason (@Stigurh) December 26, 2018
Sumir sakna úlpunnar sem aldrei var rennt upp:
Kann ekki að meta þennan létta Goritex vindjakka sem Andri er kominn í. Bring back #úlpan úr seríu 1 #ófærð
— Árni Helgason (@arnih) December 26, 2018