Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry er dugleg að deila heilsusamlegum ráðum á Instagram. Í byrjun árs hvatti hún fylgjendur sína um að hugsa vel um líkama sinn með því að birta mynd af sér í engu nema buxum á Instagram-síðu sinni.
„Hugsið vel um líkama ykkar, það er eini staðurinn sem þið þurfið að búa á,“ skrifaði leikkonan við myndina sem tekin var í Sahara-eyðimörkinni. Tveggja barna móðirin ætlaði greinilega ekki að frelsa geirvörtuna enda huldi hún brjóst sín með höndum sínum og var með stóra hálsfesti.
View this post on InstagramTake care of your body, it’s the only place you have to live!
A post shared by Halle Berry (@halleberry) on Jan 3, 2019 at 3:01pm PST