Íslendingar sigursælir í Blackpool

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir ásamt landsliðsþjálfurunum Adam …
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir ásamt landsliðsþjálfurunum Adam og Karen Reeve. Ljósmynd/Aðsend

Íslendingum gekk vel á Champions of Tomorrow-dansmótinu í Blackpool á Englandi um helgina. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir hrepptu fyrsta sætið í latíndönsum í flokki 21 árs og yngri. 

Keppendur voru á öllum aldri og dansaði hin 66 ára gamla Fanney Gísladóttir sig til að mynda inn í undanúrslit í sínum flokki ásamt danskennaranum sínum, Daða Frey Guðjónssyni. 

Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir urðu í öðru sæti í Ballroom í undir 22 ára flokki. Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir urðu í þriðja sæti í Junior. Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir urðu í sjötta sæti í Juvenile Ballroom og sjöunda sæti í latíndönsum. Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir komust í undanúrslit í Ballroom og 24 para úrslit í latíndönsum.

Fanney Gísladóttir og Daði Freyr Guðjónsson.
Fanney Gísladóttir og Daði Freyr Guðjónsson. Ljósmynd/Aðsend
Adam og Karen Reeve ásamt danspörunum Aroni og Rósu og …
Adam og Karen Reeve ásamt danspörunum Aroni og Rósu og Guðjóni og Evu. Ljósmynd/Aðsend
Dansparið Daníel og Sóley lentu í öðru sæti í sínum …
Dansparið Daníel og Sóley lentu í öðru sæti í sínum flokki. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar