Íslendingar sigursælir í Blackpool

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir ásamt landsliðsþjálfurunum Adam …
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir ásamt landsliðsþjálfurunum Adam og Karen Reeve. Ljósmynd/Aðsend

Íslendingum gekk vel á Champions of Tomorrow-dansmótinu í Blackpool á Englandi um helgina. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir hrepptu fyrsta sætið í latíndönsum í flokki 21 árs og yngri. 

Keppendur voru á öllum aldri og dansaði hin 66 ára gamla Fanney Gísladóttir sig til að mynda inn í undanúrslit í sínum flokki ásamt danskennaranum sínum, Daða Frey Guðjónssyni. 

Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir urðu í öðru sæti í Ballroom í undir 22 ára flokki. Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir urðu í þriðja sæti í Junior. Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir urðu í sjötta sæti í Juvenile Ballroom og sjöunda sæti í latíndönsum. Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir komust í undanúrslit í Ballroom og 24 para úrslit í latíndönsum.

Fanney Gísladóttir og Daði Freyr Guðjónsson.
Fanney Gísladóttir og Daði Freyr Guðjónsson. Ljósmynd/Aðsend
Adam og Karen Reeve ásamt danspörunum Aroni og Rósu og …
Adam og Karen Reeve ásamt danspörunum Aroni og Rósu og Guðjóni og Evu. Ljósmynd/Aðsend
Dansparið Daníel og Sóley lentu í öðru sæti í sínum …
Dansparið Daníel og Sóley lentu í öðru sæti í sínum flokki. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir