Kvikmyndin Bohemian Rhapsody var sigursæl á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt en myndin var valin besta myndin og leikarinn Rami Malek besti leikarinn en hann fer með hlutverk Freddie Mercury, söngvara Queen, í myndinni sem fjallar um Mercury og hljómsveitina.
Þetta kom ýmsum á óvart því margir höfðu spáð því að kvikmyndin A Star Is Born yrði valin besta myndin. Aðrar myndir svo voru tilnefndar eru: Ofurhetjumyndin Black Panther, kvikmynd Spike Lee BlacKkKlansman og If Beale Street Could Talk.
Kvikmyndin Green Book hlaut þrenn verðlaun alls og kvikmynd Alfonso Cuaron, Roma, hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni.
Besta dramamyndin: Bohemian Rhapsody
Besta gaman- eða tónlistarmyndin: Green Book
Besti dramaleikarinn: Rami Malek
Beta leikkonan í dramakvikmynd: Glenn Close, The Wife
Besti leikarinn í gaman- eða tónlistarmynd: Christian Bale, Vice
Besta leikkonan í gaman- eða tónlistarmynd: Olivia Colman, The Favourite
Leikari í aukahlutverki: Mahershala Ali, Green Book
Besta leikkonan í aukahlutverki: Regina King, If Beale Street Could Talk
Besti leikstjórinn: Alfonso Cuaron, Roma
Besta erlenda kvikmyndin: Roma
Besta kvikmyndahandritið: Green Book - Nick Vallelonga, Brian Currie og Peter Farrelly
Af sjónvarpsefni var þáttaröðin The Americans (FX) valin sú besta og Richard Madden í Bodyguard besti dramaleikarinn. Besta dramaleikkonan var Sandra Oh fyrir leik í Killing Eve.
The Kominsky Method (Netflix) var valin besta gaman- eða tónlistarþáttaröðin. Í þeim flokki var Michael Douglas valinn besti leikarinn fyrir sömu þáttaröð, The Kominsky Method.
Rachel Brosnahan var valin besta leikkonan í gamanþáttaröð fyrir leik í The Marvelous Mrs. Maisel.
Hér er tæmandi listi yfir verðlaunahafa á Golden Globe-hátíðinni.