Gylfi og Alexandra undirbúa brúðkaupið á Ítalíu

Gylfi Þór Sigurðsson og unnusta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir gifta …
Gylfi Þór Sigurðsson og unnusta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir gifta sig næsta sumar. Skapti Hallgrímsson

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og unnusta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, heimsóttu Ítalíu nýlega í þeim tilgangi að skipuleggja brúðkaup sitt sem fram fer næsta sumar. 

Gylfi bað Alexöndru Helgu í fríi á Bahama-eyjum síðasta sumar. Um jólin greindi svo Alexandra frá því á Instagram að þau myndu gifta sig á Ítalíu næsta sumar og nú virðist brúðkaupsskipulagning hjónanna verðandi vera komin á fullt. 

Vinsælt er að gifta sig á Ítalíu enda umhverfið eins og draumur og lítil hætta á íslensku roki og rigningu. Síðasta sumar gekk tónlistarmaðurinn Friðrik Dór í það heilaga á Ítalíu sem og fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og maður hennar Haukur Ingi Guðnason.

View this post on Instagram

When wedding planning with future hubby looks like this 😍🙌🏻

A post shared by @ alexandrahelga on Jan 7, 2019 at 10:57am PST



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka