The Favourite með 12 Bafta-tilnefningar

The Favourite gerist á 18. öld á tímum Önnu drottningar …
The Favourite gerist á 18. öld á tímum Önnu drottningar og fjallar myndin um baráttu tveggja hiðrmeyja um hylli drottningarinnar. Ljósmynd/Twitter

The Favourite með Oliviu Colman í hlutverki Önnu Englandsdrottningar hlaut flestar tilnefningar til 12 Bafta-verðalauna eða 12 talsins. Kvik­mynd­in Bohem­ian Rhapso­dy sem var sig­ur­sæl á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni um síðustu helgi hlaut sjö tilnefningar. Kvikmyndirnar First Man, Roma og A Star is Born eru sömuleiðis tilnefndar til sjö verðlauna.

Tilnefningarnar voru tilkynntar í dag en verðlaunin verða afhent í Royal Albert Hall 10. febrúar.

The Favourite gerist á 18. öld á tímum Önnu drottningar og fjallar myndin um baráttu tveggja hiðrmeyja um hylli drottningarinnar. Emma Stone og Rachel Weisz fara með hlutverk hirðmeyjanna og eru þær báðar tilnefndar sem besta leikkonan í aukahlutverki.

Colman er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki en hún hlaut einmitt verðlaun sem besta leikkonan í gam­an- eða tón­list­ar­mynd á Golden Globe-verðlaunahátíðinni vestanhafs um síðustu helgi. Hún hefur þrisvar áður hlotið Bafta-verðlaunin, fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, Twenty Twelve og Accused. Þetta er því í fyrsta skipti sem hún hlýtur tilnefningu fyrir hlutverk á hvíta tjaldinu.

Olivia Colman er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki en …
Olivia Colman er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki en hún hlaut einmitt verðlaun sem besta leikkonan í gam­an- eða tón­list­ar­mynd á Golden Globe-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi. AFP

Auk hennar eru Glenn Close, Lady Gaga, Melissa McCarthy og Viola Davis tilnefndar sem besta leikkona í aðalhlutverki, en Close fékk verðlaun sem besta leikkona í dramakvikmynd á Golden Globe.

The Favourite er eina myndin sem tilnefnd bæði sem besta myndin og besta framúrskarandi breska myndin.

Hér að neðan má sjá lista yfir helstu tilnefningar en á vef BBC má finna tæmandi lista:

Kvikmynd ársins:

BlackkKlansman
The Favourite
Green Book
Roma
A Star Is Born

Leikari ársins í aðalhlutverki:

Bradley Cooper - A Star Is Born
Christian Bale - Vice
Rami Malek - Bohemian Rhapsody
Steve Coogan - Stan & Ollie
Viggo Mortensen - Green Book 

Leikkona ársins í aðalhlutverki:

Glenn Close - The Wife
Lady Gaga - A Star Is Born
Melissa McCarthy - Can You Ever Forgive Me?
Olivia Colman - The Favourite
Viola Davis - Widows

Leikari ársins í aukahlutverki:

Adam Driver - BlackkKlansman
Mahershala Ali - Green Book
Richard E Grant - Can You Ever Forgive Me?
Sam Rockwell - Vice
Timothee Chalamet - Beautiful Boy

Leikkona ársins í aukahlutverki:

Amy Adams - Vice
Claire Foy - First Man
Emma Stone - The Favourite
Margot Robbie - Mary Queen of Scots
Rachel Weisz - The Favourite

Leikstjóri ársins:

Spike Lee - BlacKkKlansman
Paweł Pawlikowski - Cold War
Yorgos Lanthimos - The Favourite
Alfonso Cuaron - Roma
Bradley Cooper - A Star Is Born

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach