The Favourite með 12 Bafta-tilnefningar

The Favourite gerist á 18. öld á tímum Önnu drottningar …
The Favourite gerist á 18. öld á tímum Önnu drottningar og fjallar myndin um baráttu tveggja hiðrmeyja um hylli drottningarinnar. Ljósmynd/Twitter

The Favourite með Oliviu Colman í hlutverki Önnu Englandsdrottningar hlaut flestar tilnefningar til 12 Bafta-verðalauna eða 12 talsins. Kvik­mynd­in Bohem­ian Rhapso­dy sem var sig­ur­sæl á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni um síðustu helgi hlaut sjö tilnefningar. Kvikmyndirnar First Man, Roma og A Star is Born eru sömuleiðis tilnefndar til sjö verðlauna.

Tilnefningarnar voru tilkynntar í dag en verðlaunin verða afhent í Royal Albert Hall 10. febrúar.

The Favourite gerist á 18. öld á tímum Önnu drottningar og fjallar myndin um baráttu tveggja hiðrmeyja um hylli drottningarinnar. Emma Stone og Rachel Weisz fara með hlutverk hirðmeyjanna og eru þær báðar tilnefndar sem besta leikkonan í aukahlutverki.

Colman er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki en hún hlaut einmitt verðlaun sem besta leikkonan í gam­an- eða tón­list­ar­mynd á Golden Globe-verðlaunahátíðinni vestanhafs um síðustu helgi. Hún hefur þrisvar áður hlotið Bafta-verðlaunin, fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, Twenty Twelve og Accused. Þetta er því í fyrsta skipti sem hún hlýtur tilnefningu fyrir hlutverk á hvíta tjaldinu.

Olivia Colman er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki en …
Olivia Colman er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki en hún hlaut einmitt verðlaun sem besta leikkonan í gam­an- eða tón­list­ar­mynd á Golden Globe-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi. AFP

Auk hennar eru Glenn Close, Lady Gaga, Melissa McCarthy og Viola Davis tilnefndar sem besta leikkona í aðalhlutverki, en Close fékk verðlaun sem besta leikkona í dramakvikmynd á Golden Globe.

The Favourite er eina myndin sem tilnefnd bæði sem besta myndin og besta framúrskarandi breska myndin.

Hér að neðan má sjá lista yfir helstu tilnefningar en á vef BBC má finna tæmandi lista:

Kvikmynd ársins:

BlackkKlansman
The Favourite
Green Book
Roma
A Star Is Born

Leikari ársins í aðalhlutverki:

Bradley Cooper - A Star Is Born
Christian Bale - Vice
Rami Malek - Bohemian Rhapsody
Steve Coogan - Stan & Ollie
Viggo Mortensen - Green Book 

Leikkona ársins í aðalhlutverki:

Glenn Close - The Wife
Lady Gaga - A Star Is Born
Melissa McCarthy - Can You Ever Forgive Me?
Olivia Colman - The Favourite
Viola Davis - Widows

Leikari ársins í aukahlutverki:

Adam Driver - BlackkKlansman
Mahershala Ali - Green Book
Richard E Grant - Can You Ever Forgive Me?
Sam Rockwell - Vice
Timothee Chalamet - Beautiful Boy

Leikkona ársins í aukahlutverki:

Amy Adams - Vice
Claire Foy - First Man
Emma Stone - The Favourite
Margot Robbie - Mary Queen of Scots
Rachel Weisz - The Favourite

Leikstjóri ársins:

Spike Lee - BlacKkKlansman
Paweł Pawlikowski - Cold War
Yorgos Lanthimos - The Favourite
Alfonso Cuaron - Roma
Bradley Cooper - A Star Is Born

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir