Verðlaun og lofdómur í NME

Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra.
Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurosonic-tónlistarhátíðin í Groningen í Hollandi hefst 16. janúar og stendur yfir til og með 19. janúar og mun fjöldi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita koma fram á henni. Í ár verða einnig veitt ný evrópsk tónlistarverðlaun á fyrsta degi hátíðarinnar og bera þau heitið Music Moves Europe Talent Award, skammstafað MMETA. Reykjavíkurdætur, eða RVK DTR, eru meðal þeirra sem hljóta verðlaunin en alls verða 12 verðlaun veitt. Dæturnar munu taka við verðlaununum og halda tónleika í stóru tjaldi á torgi Groningen en einnig koma fram tónlistarkonurnar Bríet og Hildur og hljómsveitirnar Hugar, Uné Misére, Kælan Mikla og Hatari.

Eurosonic er bæði tónlistarráðstefna og tónlistarhátíð og koma saman á henni starfsmenn helstu útvarpsstöðva og tónlistarhátíða Evrópu til skrafs og ráðagerða og einnig og ekki síst til að sjá athyglisverða nýja tónlistarmenn og hljómsveitir frá hinum ýmsu löndum Evrópu.

Kastljósinu var beint sérstaklega að Íslandi á hátíðinni sem haldin var árið 2015 og kom þá fram mikill fjöldi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita, 19 atriði í allt.

Og talandi um Reykjavíkurdætur þá var hið virta tónlistartímarit NME, New Musical Express, að gefa nýjustu plötu þeirra eða mix-teipi, Schrimp Cocktail, fjórar stjörnur af fimm mögulegum og má lesa dóminn hér. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir