Stella Blómkvist seld til AMC

Stella Blomkvist.
Stella Blomkvist.

AMC hefur tryggt sér sýningarréttinn á sjónvarpsþáttaröðinni Stellu Blómkvist í Norður-Ameríku. Þáttaröðin verður tekin til sýningar 31. janúar á streymisþjónustu AMC, Sundance Now, sem einnig er aðgengileg á Amazon Prime. Stella Blómkvist var frumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium árið 2017 og sló þá öll áhorfendamet á veitunni, að því er segir í fréttatilkynningu.

Þegar hafa þættirnir verið sýndir á Viaplay alls staðar á Norðurlöndunum og víðsvegar annars staðar í Evrópu. Fyrr á árinu tryggði NBC Universal sér sýningarréttinn á þáttunum í Frakklandi og Spáni, en þar eru þeir fáanlegir á spænsku og frönsku.

„Þetta eru virkilega ánægjulegar fréttir, þá sérstaklega vegna þess að þetta sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar