Bieber-hjónin bjóða í brúðkaup

Bieber-hjónin eru gift en eiga eftir að halda almennilegt partý.
Bieber-hjónin eru gift en eiga eftir að halda almennilegt partý. AFP

Justin Bieber og Hailey Baldwin eru kannski gift á pappírum en athöfnin er þó eftir sem og brúðkaupsveislan. Nú eru hjónin sögð hafa sent út boðskort þar sem fólk er beðið um að taka frá dag fyrir brúðkaupið. 

Page Six greinir frá því að fjölskylda og vinir hafi verið beðin um að taka frá 28. febrúar. Engin staðsetning var þó gefin upp. Verið er að undirbúa brúðkaupið á fullu og er Tay James, persónulegur plötusnúður Bieber, sagður ætla að spila tónlist í brúðkaupinu. 

Gestalistinn ætti að vera stjörnum prýddur enda Bieber búinn að vera lengi í bransanum, Baldwin kemur úr sannkallaðri Hollywood-fjölskyldu og er vinkona marga af frægustu fyrirsætum í heimi enda starfar hún sjálf sem fyrirsæta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka