Þessi lög keppa í Söngvakeppninni

Friðrik Ómar og Hera Björk eru á meðal flytjenda í …
Friðrik Ómar og Hera Björk eru á meðal flytjenda í ár. Samsett mynd

Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 10 lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa.

Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. 

Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið, að því er kemur fram í tilkynningu.  Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard).

Kynnar í keppninni verða Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeim til halds og trausts verður Björg Magnúsdóttir sem spjallar við keppendur baksviðs.

Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendri Eurovision-stjörnu sem mun stíga á sviðið úrslitunum í Höllinni 2. mars. Tilkynnt verður um hana á næstu dögum.

Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst miðvikudaginn 30. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV.

Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum.

Samsett mynd

Lög, höfundar og flytjendur í Söngvakeppninni 2019

Fyrri undankeppni  í Háskólabíói - 9. febrúar

Hatrið mun sigra

Lag: Hatari

Texti: Hatari

Flytjandi: Hatari

Eitt andartak / Moving on

Lag: Örlygur Smári, Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon

Íslenskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon

Enskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon

Flytjandi: Hera Björk Þórhallsdóttir

Ég á mig sjálf / Mama Said

Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Íslenskur texti: Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson

Enskur texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon

Flytjandi: Kristina Skoubo Bærendsen

Nú og hér / What Are You Waiting For?

Lag: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson

Íslenskur texti: Stefán Hilmarsson

Enskur texti: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson

Flytjandi: Þórdís Imsland

Samt ekki / Licky Licky

Lag: Daníel Óliver Sveinsson, Linus Josefsson og Peter von Arbin

Íslenskur texti: Daníel Óliver Sveinsson

Enskur texti: Daníel Óliver Sveinsson og Linus Josefsson

Flytjandi: Daníel Óliver

Samsett mynd

Seinni undankeppni - 16. febrúar

Jeijó, keyrum alla leið 

Lag: Barði Jóhannsson

Texti: Barði Jóhannsson

Flytjendur: Elli Grill, Skaði og Glymur

 

Hvað ef ég get ekki elskað? / What If I Can’t Have Love?

Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson

Íslenskur texti: Friðrik Ómar Hjörleifsson

Enskur texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson

Flytjandi: Friðrik Ómar

Þú bætir mig / Make Me Whole

Lag: Stefán Þór Steindórsson og Richard Micallef

Íslenskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis

Enskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis

Flytjandi: Ívar Daníels

Betri án þín / Fighting For Love

Lag: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson

Íslenskur texti: Andri Þór Jónsson, Eyþór Úlfar Þórisson og Tara Mobee

Enskur texti: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson

Flytjandi: Tara Mobee

Helgi / Sunday Boy

Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir

Íslenskur texti: Sævar Sigurgeirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir

Enskur texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir

Flytjandi: Heiðrún Anna Björnsdóttir

Hægt er að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur á höfunda á songvakeppnin.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir