Paltrow kærð fyrir að valda skíðaslysi

Maðurinn segir Paltrow hafa skíðað af gáleysi í brekkunni.
Maðurinn segir Paltrow hafa skíðað af gáleysi í brekkunni. AFP

Karlmaður í Utah í Bandaríkjunum hefur kært leikkonuna Gwyneth Paltrow fyrir að valda honum heilaskaða í skíðaslysi í Utah í febrúar 2016.

Samkvæmt heimildum NBC var Paltrow stödd ásamt skíðaleiðbeinanda í brekku í Park City í Utah og klessti á mann. Maðurinn féll fram fyrir sig og braut fjögur rifbein og hlaut heilahristing. Í kjölfarið hlaut maðurinn varanlegan heilaskaða. Maðurinn hefur nú kært Paltrow fyrir að sýna kæruleysi á skíðunum. Samkvæmt honum skíðaði hún í burtu eins og ekkert hefði komið fyrir og skildi hann eftir liggjandi í snjónum. 

Lögmaður mannsins segir að kæran komi svona seint, tæpum þremur árum seinna, vegna þess að lögfræðingar Paltrow hafi ekki viljað komast að samkomulagi um skaðabætur. Hann fer fram á 3,1 milljón Bandaríkjadala í skaðabætur eða rúmlega 3,7 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir