Cardi B og Offset tekin aftur saman

Hjónin virtust mjög ástfangin á tónleikum 30. nóvember síðastliðinn.
Hjónin virtust mjög ástfangin á tónleikum 30. nóvember síðastliðinn. AFP

Rappararnir Cardi B og Offset eru tekin saman að nýju. Parið sleit samvistir í byrjun desember á síðasta ári í kjölfar þess að fréttir láku út um framhjáhald hans. Þau giftu sig um mitt síðasta ár. 

Þau eiga sex mánaða dóttur saman en þær mæðgur eru nú fluttar aftur á heimili fjölskyldunnar í Atlanta í Bandaríkjunum.

Samkvæmt ónafngreindum heimildarmanni eru hjónin búin að koma sér upp einni nýrri reglu í sambandi sínu, „engar grúppíur“. Slitnaði upp úr sambandi þeirra í desember vegna frétta af framhjáhaldi hans, þar sem skjáskot af smáskilaboðum Offset voru gerð opinber. Í skilaboðunum var hann að skipuleggja kynlíf með tveimur grúppíum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar