Dorrit leitar annarra leiða en að klóna Sám

Dorrit Moussaieff ásamt forsetahundinum fyrrverandi, Sámi.
Dorrit Moussaieff ásamt forsetahundinum fyrrverandi, Sámi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Einhver bið verður á því að fyrrverandi forsetahundurinn Sámur verði klónaður en nú leitar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, að þýskum fjárhundi til þess að eiga afkvæmi með íslenskum fjárhundi. Greint var frá dauða Sáms á dögunum. 

Dorrit er einnig sátt við hvolp af þýsku fjárhundakyni og þarf hann ekki að vera hreinræktaður en Sámur var það ekki heldur. Segir Dorrit biðlistann eftir klónuðum hundi vera svo langan að hún geti ómögulega beðið. Saknar hún Sáms svo mikið. 

Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá því í fyrra að Dorrit ætlaði að láta klóna Sám og búið væri að senda sýni úr Sámi til fyrirtækis í Texas sem sér um að klóna hunda. 

Dorrit Moussaieff segir biðlistann eftir klónuðum hundi langan.
Dorrit Moussaieff segir biðlistann eftir klónuðum hundi langan. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup