Netflix sýnir The Valhalla Murders

Ljósmynd/Truenorth

Efnisveitan Netflix hefur tryggt sér alheimssýningarréttinn á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni The Valhalla Murders að því er segir í fréttatilkynningu en þáttaröðin er framleidd er af íslensku framleiðslufyrirtækjunum Truenorth og Mystery í nánu samstarfi við Ríkisútvarpið sem er meðframleiðandi. Þar segir ennfremur að samningurinn við NETFLIX hafi verið gerður fyrir milligöngu RÚV og DR Sales, sölufyrirtæki danska ríkisútvarpsins.

„Þetta er fyrsti samningurinn sem Netflix gerir með þessum hætti um samstarf um leikna íslenska þáttaröð. Netflix opinberaði samkomulagið formlega fyrr í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð með því að tilkynna sérstaklega að The Valhalla Murders yrði ein af væntanlegum þáttaröðum á efnisveitunni árið 2020,“ segir í tilkynningunni. 

Heildarkostnaður við gerð þáttaraðarinnar verður um 700 milljónir króna, en samningurinn við Netflix tryggir að nær helmingur fjármögnunar komi að utan í gegnum Netflix og frekari sölu á þáttaröðinni. „Netflix hefur áður keypt sýningarrétt á tilbúnum íslenskum þáttaröðum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem efnisveiturisinn kemur með eins umfangsmiklum hætti að fjármögnun og framleiðslu íslenskrar þáttaraðar.“

Þá segir að tökur hafi staðið yfir undanfarnar vikur hér á landi. Þeim lýkur með vorinu og er gert ráð fyrir að þáttaröðin verði frumsýnd á RÚV í kringum næstu áramót og verði svo fljótlega aðgengileg um heim allan á Netflix.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir