Robert Plant kemur fram á SS

Plant á tónleikum í Laugardalshöll í apríl 2005.
Plant á tónleikum í Laugardalshöll í apríl 2005. Morgunblaðið/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Breska rokkgoðið Robert Plant mun koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum helgina 21.-23. júní. Plant stígur á svið á sunnudeginum en þá verða liðin 49 ár, nánast upp á dag, frá því að hann kom fram með Led Zeppelin í Laugardalshöllinni en það var þann 22. júní árið 1970 og var þá á hápunkti ferils síns.

Plant sneri aftur í Höllina árið 2005 og kom fram á tónleikum sem þóttu vel heppnaðir. Tónlistarmaðurinn sem er þekktur fyrir lögulega ljósa lokka er fæddur árið 1948 og varð því sjötugur í fyrra. 

Plant sagði skilið við Led Zeppelin þegar sveitin lagði upp laupana árið 1980 en hún er ein sú áhrifamesta í rokksögunni og rödd Plants lék þar lykilhlutverk. Síðan þá hefur hann átt farsælan feril og gefið út plötur sem hafa fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og aðdáenda. Síðasta plata kappans kom út fyrir tveimur árum og nefnist Carry Fire

Hér má sjá kappan í hörkuformi, með allar tölur fráhnepptar að syngja klassíkina Stairway to Heaven.

Aðrir listamenn sem koma fram á hátíðinni eru Rita Ora, Morcheeba, Pussy Riot og Foreign Beggars.  


 

Plant á sviði ásamt Jimmy Page og John Paul Jones …
Plant á sviði ásamt Jimmy Page og John Paul Jones í Höllinni árið 1970. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir