Sólrún og Camý hættar á Snapchat

Sólrún Diego hefur verið vinsæll þrifa-snappari í tæp þrjú ár.
Sólrún Diego hefur verið vinsæll þrifa-snappari í tæp þrjú ár. mbl.is/Instagram

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sólrún Diego og Camilla Rut hafa ákveðið að hætta á forritinu Snapchat. Þessu greindu þær frá á útvarpsstöðinni FM957 í gær og einnig á sínum miðlum.

Þær Sólrún og Camilla hafa miðlað miklu af sínu efni í gegnum forritið á síðustu árum og öðlast tugþúsundir fylgjenda þar í gegn. Þær hafa nú ákveðið að loka þessum miðli. Þær eru þó ekki hættar að láta til sín taka á samfélagsmiðlum og munu miðla efni sínu í gegnum Instagram. 

Eftir að Instagram kynnti til sögunnar Instagram stories í ágúst 2016 hafa margir notendur miðlanna beggja farið að nota Instagram stories meira en Snapchat. Í apríl 2017 voru daglegir notendur Instagram stories 200 milljónir en á sama tíma voru daglegir notendur Snapchat stories aðeins 166 milljónir. 

Camilla Rut.
Camilla Rut. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Loka