Evan Rachel Wood opnar sig um sjálfsvígstilraun

Rachel Evan Wood talar opinskátt um reynslu sína.
Rachel Evan Wood talar opinskátt um reynslu sína. AFP

Leikkonan Evan Rachel Wood opnaði sig nýverið um tilraun sína til sjálfsvígs í færslu á síðunni Nylon. Wood hefur slegið í gegn í þáttunum Westworld en hefur einnig leikið í fjölda kvikmynda þar sem hæst ber að nefna söngleikinn Across The Universe og unglingamyndina Thirteen.

Wood, sem er 31 árs, reyndi að fremja sjálfsvíg fyrir tæpum tíu árum, þegar hún var 22 ára. Hún segir að atvikið hafi opnað augu hennar fyrir andlegri heilsu sinni. „Þegar ég lít til baka er þetta það versta og besta sem hefur komið fyrir mig,“ skrifar Wood. 

Hún hringdi í móður sína og sagði henni að hún hafi reynt að fyrirfara sér og að hún þurfi að fara á sjúkrahús. Hún eyddi svo nokkrum vikum á geðsjúkrahúsi undir gervinafni. Hún segist hafa glímt við áfallastreituröskun án þess að vita af því. 

„Hugur minn þá var fullur af örum og skuggum og verst af öllu, skömm,“ skrifar Wood. „Áfallastreitan orsakaðist af fjölda nauðgana og ofbeldissambanda sem ég hafði verið í, í gegnum árin.“

Evan Rachel Wood á frumsýningu þáttanna Westworld, en hún fer …
Evan Rachel Wood á frumsýningu þáttanna Westworld, en hún fer með hlutverk í þáttunum. AFP

Hún segist hafa séð ljós í myrkrinu í lok meðferðarinnar. „Mér leið skringilega þegar tíma mínum í meðferðinni var að ljúka. Að sjálfsögðu langaði mig að klára hana, en þetta var fyrsti staðurinn í langan tíma sem mér leið öruggri á,“ skrifar Wood. Á síðasta deginum í meðferðinni settist hjá henni sálfræðingur sem hafði aðstoðað hana í meðferðinni. Hún sagði henni að hún hefði séð myndina Thirteen þegar hún kom út og ákveðið að hún vildi verða sálfræðingur og hjálpa ungum konum í framtíðinni. 

„Mér leið einskisverðri og eins heimurinn myndi vera betri staður án mín. En þegar allt kom til alls hafði ég hjálpað mér á þann hátt sem mér datt aldrei í hug að væri mögulegur. Ég hjálpaði manneskju, sem hjálpaði mér svo seinna í lífinu,“ skrifaði Wood.

Mbl.is vill benda lesendum sínum á núm­er Píeta-sam­tak­anna, 552-2218, og hvet­ur alla þá sem þurfa stuðning að taka upp tólið og hafa sam­band. Einnig er hægt að hringja í hjálparsíma Rauða Krossins, 1717, eða hafa samband í gegnum netspjallið þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir