45 metra þokugöng sem efla skilningarvit

Ólafur Elíasson listamaður segir þokugöngin tækifæri til þess að upplifa …
Ólafur Elíasson listamaður segir þokugöngin tækifæri til þess að upplifa aðra skynjun en sjón. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Listamaðurinn Ólafur Elíasson mun sýna 45 metra löng þokugöng í Tate Modern-listasafninu í London. Takmarkaður fjöldi fólks getur gengið í gegnum göngin á hverjum tímapunkti en göngin eru hluti af gríðarstórri sumarsýningu Ólafs.

Þokugöngin bera nafnið Blindi farþeginn (e. Your blind passenger). Verkið er frá árinu 2010 en það veltir upp spurningum um skynfæri mannsins. Ólafur segir í samtali við breska blaðið The Guardian að fólk haldi gjarnan að það sjái ekki neitt um leið og það kemur inn í göngin.

„Fljótlega áttarðu þig á því að þú ert ekki alveg blindur og önnur skilningarvit fara að láta á sér bera. Það sýnir fram á að afstæði skynjunarinnar er miklu meira en við höldum, við höfum getu til að hætta að vera dofin.“

Á sumarsýningunni munu meira en 30 verk eftir Ólaf verða sýnd sem hann hefur skapað á þrjátíu ára ferli. Verkin verða sýnd í þúsund fermetra rými.

Þar verður til dæmis sýnt verkið Mosaveggur eftir Ólaf sem er, eins og nafnið gefur til kynna, veggur fullur af íslenskum hreindýramosa. Sömuleiðis verður á sýningunni verkið Pláss fyrir einn lit (e. Room for one colour) sem er skringilega gult herbergi sem gerir alla innan þess gulleita. 

Vikulega verða Skype-fundir á milli gesta á sýningunni og stúdíós Ólafs. Ólafur segist vonast til þess að geta einnig lagt undir sig svæði fyrir utan sýningarsalinn en í desember kom hann 24 ísklumpum frá Grænlandi fyrir utan við listasafnið til þess að vekja athygli á hlýnun jarðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes