Brúðkaup Fígarós í Þjóðleikhúsinu

Íslenska óperan mun frumsýna gamanóperuna Brúðkaup Fígarós eftir Mozart á stóra sviði Þjóðleikhússins 7. september næstkomandi og ríkir mikil eftirvænting í herbúðum Íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrsta óperuuppfærslan sem sett var á svið í Þjóðleikhúsinu var einmitt gestasýning frá Stokkhólmsóperunni á Brúðkaupi Fígarós og var hún frumsýnd í júní árið 1950.

Óperuleikstjórinn John Ramster mun leikstýra uppfærslunni og leikmynd og búninga hannar Bridget Kimak. Hljómsveitarstjórn verður í höndum Bjarna Frímanns Bjarnasonar og hlutverkaskipan verður kynnt mjög fljótlega eða þegar miðasala hefst.

„Ég fagna innilega samstarfinu við Íslensku óperuna og það er verulega ánægjulegt að fá óperusýningu aftur inn í Þjóðleikhúsið og heyra aftur óperusöng í húsinu,“ er haft eftir Ara Matthíassyni þjóðleikhússstjóra í fréttatilkynningu og Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segist halda að mörgum verði það fagnaðarefni að sjá þessa uppfærslu í Þjóðleikhúsinu og mikilvægt skref fyrir Íslensku óperuna að eiga þess kost að setja upp ólík verk þar sem þau njóti sín best.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir