Fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar 2019 fór fram í Háskólabíó í kvöld. Hatari og Hera Björk komust áfram í úrslit og eins og við mátti búast fóru áhorfendur hamförum á Twitter og fór ekki á milli mála að atriði Hatara vakti mesta athygli.
Hér má sjá brot af því besta sem íslenskir söngvakeppnisaðdáendur, og hatarar, tístu um í kvöld:
Sú nýbreytni var á keppninni í ár á kynnarnir voru kynntir sérstaklega og voru tístarar almennt ánægðir með það:
The real MVP. #12stig pic.twitter.com/YkLVhUG2jn
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) February 9, 2019
Hvert hringir maður til að kjósa Benna og Fannar? #12stig #söngvakeppnin
— Hrund Pálsdóttir (@Hrundpals) February 9, 2019
Nenniru að laga bindið? 🙂 #rúv #12stig #songvakeppnin pic.twitter.com/9Ww2D7uQEL
— Guðbjartur Daníel (@GubjarturD) February 9, 2019
Hver þarf tóneyra í Eurovision? Ekki Bubbi allavega:
#12stig horfi með börnum mínum er að uppgvöta tóneyrað yfirgaf mig í miðju lagi en poppið er gott og munum ást er allt sem þarf ❤️
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) February 9, 2019
Pólitísk keppni eða ekki, Hatari var allavega á milli tannanna á fólki en af misjöfnum ástæðum:
Ekki góður dagur fyrir Hatara haters. Þetta var 💥! #hatari #12stig
— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 9, 2019
Að kjósa Hatara er ekki stuðningur við Palestínu - heldur stuðningur við Hatara. Það getur vel verið að hjarta þeirra slái réttu megin múrsins, en að baða sig í ísraelsku sviðsljósi er ekki stuðningur sem ég hef heyrt íbúa Palestínu óska eftir, ólíkt sniðgöngu #0stig
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 9, 2019
Get ekki beðið eftir 17 júní 2019, 2800 krakkar í sykurvímum með candyfloss að syngja með Hatari taka Júróvisíonlagið sitt. #12stig
— Heppinn Norðmaður (@bergur86) February 9, 2019
#Hatari er ekki að styðja Palestínu með þátttöku sinni og gjörningum í #Eurovision. Þvert á móti eru þeir að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að fá athygli út á það! #12stig
— Sema Erla (@semaerla) February 9, 2019
Sem mikill Eurovision fanatíkus og einhver sem tek þessari keppni mjög persónulega og þið vitið blalala allt þetta. Þá er ég kominn að þeirra niðurstöðu að skilaboð Hatara eru mjög viðeigandi og það yrði eiginlega geggjað ef við mundum senda þá út. There I said it. #12stig
— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 9, 2019
Fólkið sem vill ekki sjá Hatari komast áfram í #Eurovision súmmerað upp í einni mynd. #12Stig #ViðViljumÞettaEkkiInnáHeimilið pic.twitter.com/dqgUNtHHiF
— Jón Gunnar Benjamíns (@JonGunnarBen) February 9, 2019
1999: Selma í 2. sæti
— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) February 9, 2019
2009: Jóhanna Guðrún í 2. sæti
2019: Hatari í 2. sæti#12stig
Byrjuð að hanna öskudagsbúninginn á dótturina, aka Hatari. Pantanir í síma 666 #12stig
— Sandra Sv. Nielsen (@Kruttusina) February 9, 2019
Koss kvöldsins? Eða jafnvel ársins? Aldarinnar?
Það moment 😂 #12stig pic.twitter.com/ES4WO1DCFB
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) February 9, 2019
Mamma Heru Bjarkar vakti athygli í innslaginu fyrir lag Euro-drottningarinnar:
Mömmu Heru í keppnina! :) #allaleið #12stig
— Geir Jónsson (@GeirJonsson) February 9, 2019
Var nokkuð kvartað yfir hljóðinu í kvöld?
Amateurs: Söngvararnir eru ekki falskir, RÚV er bara að klúðra mixinu.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 9, 2019
Hera: Hold my beer. #12stig
Þetta er kannski bara besta lausnin?
Eitt andartak: Lífið er hér og nú
— Anna Magnúsdóttir (@annakristin79) February 9, 2019
Ég á mig sjálf. Samt ekki.
Hatrið mun sigra.
Höfundur: anna#12stig
Já hún var eitthvað kunnugleg er það ekki?
Tvífarar dagsins, Þórdís Imsland og Kate Capshaw í Indiana Jones 2. #12stig pic.twitter.com/aLfY4BPTwO
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) February 9, 2019