Roma valin besta myndin

Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron var valinn sá besti og kvikmynd …
Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron var valinn sá besti og kvikmynd hans Roma sú besta. AFP

Kvik­mynd­in Roma í leik­stjórn Alfonso Cuaron var valin besta kvikmyndin á BAFTA-verðlauna­hátíðinni sem fram fór í kvöld. Mynd­in er byggð á sögum úr æsku Cuaron í Mexíkóborg. Auk þess að vera valin kvikmynd ársins fékk Cuaron verðlaun sem besti leikstjórinn. Myndin var tilnefnd til sjö verðlauna og hlaut fern. 

The Favourite, sem fékk flestar tilnefningar, 12 talsins, vann til flestra verðlauna á hátiðinni eða sjö talsins. Olivia Coleman var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk Önnu Eng­lands­drottn­ing­ar og Rachel Weisz var valin besta leikkona í aukahlutverki. Myndin var einnig valin besta breska myndin og hlaut auk þess verðlaun fyrir handrit, búningahönnun, framleiðslu og förðun og hárgreiðslu. 

Olivia Colman var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina …
Olivia Colman var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina The Favourite. AFP

Rami Malek var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Freddie Mercury í kvikmyndinni Bohem­ian Rhapso­dy og Mahershala Ali var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Green Book. 

Mahershala Ali var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk …
Mahershala Ali var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Green Book. AFP

Lady Gaga og Bradley Cooper fengu verðlaun fyrir bestu tónlistina fyrir A Star is Born. Lady Gaga var hins vegar ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna þar sem hún mun koma fram á Grammy-hátíðinni í Los Angeles seinna í kvöld. Gaga birti mynd af sér á Twitter skömmu eftir að ljóst var að A Star is Born hefði unnið til verðlauna þar sem hún er að hafa það hugglegt áður en herlegheitin hefjast vestanhafs. 

„Við bjuggum til kvikmynd um tónlist. Ég met það mikils,“ segir meðal annars í færslu Lady Gaga þar sem hún þakkar öllum aðdáendum sínum og sendir þeim ástarkveðjur. 

Bradley Cooper tók við verðlaunum fyrir bestu tónlistina sem hann …
Bradley Cooper tók við verðlaunum fyrir bestu tónlistina sem hann hlaut fyrir A Star is Born ásamt Lady Gaga. AFP
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín sátu á fremsta bekk.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín sátu á fremsta bekk. AFP
Rachel Weisz var valin besta leikkona í aukahlutverki.
Rachel Weisz var valin besta leikkona í aukahlutverki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir