Roma valin besta myndin

Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron var valinn sá besti og kvikmynd …
Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron var valinn sá besti og kvikmynd hans Roma sú besta. AFP

Kvik­mynd­in Roma í leik­stjórn Al­fon­so Cu­aron var val­in besta kvik­mynd­in á BAFTA-verðlauna­hátíðinni sem fram fór í kvöld. Mynd­in er byggð á sög­um úr æsku Cu­aron í Mexí­kó­borg. Auk þess að vera val­in kvik­mynd árs­ins fékk Cu­aron verðlaun sem besti leik­stjór­inn. Mynd­in var til­nefnd til sjö verðlauna og hlaut fern. 

The Favou­rite, sem fékk flest­ar til­nefn­ing­ar, 12 tals­ins, vann til flestra verðlauna á hátiðinni eða sjö tals­ins. Oli­via Co­lem­an var val­in besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki fyr­ir hlut­verk Önnu Eng­lands­drottn­ing­ar og Rachel Weisz var val­in besta leik­kona í auka­hlut­verki. Mynd­in var einnig val­in besta breska mynd­in og hlaut auk þess verðlaun fyr­ir hand­rit, bún­inga­hönn­un, fram­leiðslu og förðun og hár­greiðslu. 

Olivia Colman var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina …
Oli­via Colm­an var val­in besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki fyr­ir kvik­mynd­ina The Favou­rite. AFP

Rami Malek var val­inn besti leik­ari í aðal­hlut­verki fyr­ir túlk­un sína á Freddie Mercury í kvik­mynd­inni Bohem­ian Rhap­so­dy og Mahers­hala Ali var val­inn besti leik­ari í auka­hlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í Green Book. 

Mahershala Ali var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk …
Mahers­hala Ali var val­inn besti leik­ari í auka­hlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í Green Book. AFP

Lady Gaga og Bra­dley Cooper fengu verðlaun fyr­ir bestu tón­list­ina fyr­ir A Star is Born. Lady Gaga var hins veg­ar ekki viðstödd verðlauna­af­hend­ing­una þar sem hún mun koma fram á Grammy-hátíðinni í Los Ang­eles seinna í kvöld. Gaga birti mynd af sér á Twitter skömmu eft­ir að ljóst var að A Star is Born hefði unnið til verðlauna þar sem hún er að hafa það hugg­legt áður en her­leg­heit­in hefjast vest­an­hafs. 

„Við bjugg­um til kvik­mynd um tónlist. Ég met það mik­ils,“ seg­ir meðal ann­ars í færslu Lady Gaga þar sem hún þakk­ar öll­um aðdá­end­um sín­um og send­ir þeim ástarkveðjur. 

Bradley Cooper tók við verðlaunum fyrir bestu tónlistina sem hann …
Bra­dley Cooper tók við verðlaun­um fyr­ir bestu tón­list­ina sem hann hlaut fyr­ir A Star is Born ásamt Lady Gaga. AFP
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín sátu á fremsta bekk.
Vil­hjálm­ur Bretaprins og Katrín sátu á fremsta bekk. AFP
Rachel Weisz var valin besta leikkona í aukahlutverki.
Rachel Weisz var val­in besta leik­kona í auka­hlut­verki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú græðir lítið á því að láta alla hluti fara í taugarnar á þér. Eðlileg sanngirni er sjálfsögð en svo þurfa menn að passa sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú græðir lítið á því að láta alla hluti fara í taugarnar á þér. Eðlileg sanngirni er sjálfsögð en svo þurfa menn að passa sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar