Von á glamúr á Grammy's í nótt

Rapparinn Kendrick Lamar, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, hefur …
Rapparinn Kendrick Lamar, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, hefur þegar unnið til tólf Grammy-verðlauna. AFP

Tónlistin verður í hávegum höfð í nótt þegar Grammy-verðlaunahátíðin fer fram í 61. skipti. Hátíðahöldin munu fara fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles, eins og á árunum 2004-2017, en í fyrra fór hátíðin fram í Madison Square Garden í New York. Kynnir kvöldsins er engin önnur en Alicia Keys. 

Þrátt fyrir að stjörnufans og glamúr einkenni hátíðina er það auðvitað tónlistin sem mestu máli skiptir, en tónlistaratriðin á hátíðinni eru jafnan hin glæsilegustu. Segir poppmiðillinn UPROXX frá því á síðu sinni að stórstjörnur á borð við Diönu Ross, Cardi B og Travis Scott muni stíga á svið í kvöld. Þá munu aðrar sameina krafta sína í atriðum sínum en sem dæmi munu rapparinn Post Malon og rokksveitin Red Hot Chili Peppers stíga saman á stokk. Slíkt hið sama ætla poppstirnin Shawn Mendes og Miley Cyrus að gera.

Gott er að vera með góða upphandleggsvöðva þegar maður vinnur …
Gott er að vera með góða upphandleggsvöðva þegar maður vinnur til Grammy-verðlauna. Það sýndi Beyoncé sem vann til fimm slíkra árið 2004. MIKE BLAKE

Bandarískar poppstjörnur aðsópsmiklar

Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar snemma í desember en rapparinn Kendrick Lamar fékk flestar tilnefningar, átta talsins. Á hæla hans kemur kanadíski tónlistarmaðurinn Drake og þar á eftir Brandi Carlile með sex tilnefningar. Veitt verða verðlaun í 84 flokkum. 

Fjöldamargar amerískar stórstjörnur eiga á arinhillunni stafla af Grammy-verðlaunagripum en sem dæmi á Kanye West 21 stykki, og vinur hans Jay-Z annað eins safn. Þá á eiginkona Jay-Z, Beyoncé, einu meira en eiginmaðurinn, 22 stykki. Maðurinn sem á flest Grammy-verðlaun er þó ekki bandarísk poppstjarna, heldur er það ungversk-breski hljómsveitarstjórinn Gerg Solti, sem um áratugabil stýrði sinfóníuhljómsveit Chicago. Honum höfðu verið veitt 31 Grammy-verðlaun þegar hann lést árið 1997.

Útsending frá hátíðahöldunum hefst klukkan eitt í nótt og verður sýnt beint frá hátíðinni á RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach