Bieber leitar sér hjálpar

Justin Bieber er að vinna í sínum málum.
Justin Bieber er að vinna í sínum málum. mbl.is/AFP

Justin Bieber hefur leitað sér hjálpar vegna þunglyndis sem hann glímir við. People greinir frá því að nokkrir aðilar hafi staðfest þetta en heimildarmaður segir að Bieber fái bæði hjálp frá prestum sem og fagfólki. 

Bieber er sagður vera meðvitaður um að hann þurfi að vinna í tilfinningum sínum, sama hversu sársaukafullt það er, til þess að geta haldið áfram með líf sitt. Tónlistarmaðurinn sem er 24 ára kvæntist unnustu sinni, Hailey Baldwin, síðasta haust. 

„Hann er jákvæður með að hann nái að vinna í rót vandans og allir eru bjartsýnir um að þetta muni hjálpa honum að finna út úr næsta kafla,“ sagði heimildarmaður People. „Hann verður faðir einn daginn og veit að það gæti gerst fyrr en seinna.“ Þegar sá tími kemur er Bieber sagður vilja vera með allt sitt á hreinu. 

Justin Bieber varð frægur ungur að aldri og hefur það haft áhrif á andlegu hliðina. Það hafði ekki góð áhrif þegar fólk elti hann og fylgdist með öllu sem hann gerði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka