Fjölskyldan brjáluð vegna framhjáhaldsins

Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé Kardashian, er sagður hafa haldið fram …
Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé Kardashian, er sagður hafa haldið fram hjá henni með bestu vinkonu litlu systur hennar. Samsett mynd

Kardashian-fjölskyldan tekst nú á við enn eitt fjaðrafokið en nú er Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé Kardashian, aftur sagður hafa haldið fram hjá Khloé um síðustu helgi og nú með bestu vinkonu Kylie Jenner, Jordyn Woods.

Erlendir miðlar fjalla um málið af kappi og staðfesta margir heimildarmenn að framhjáhald hafi átt sér stað. Fjölskyldan sé öll brjáluð og það verði lokað á Woods sem hefur verið hluti af fjölskyldunni lengi. Khloé er hins vegar sögð komin með nóg. 

People greinir frá því að körfuboltakappinn hefði tíst orðinu falsfréttir á Twitter eftir að fréttirnar birtust en síðan eytt tístinu.

Vinkona Khloé virðist staðfesta fréttirnar er Poeple greinir frá með athugasemd undir tísti um fréttirnar frá Hollywood Unlocked sem greindi fyrst frá framhjáhaldinu ásamt TMZ. Sjálf tísti Khloé Kardashian nokkrum talandi köllum undir tístið. 

Mikið hefur verið fjallað um samband þeirra Thompson og Kardashian og þeirri spurningu kastað fram hvort parið sé hætt saman. Fyrst komst upp um framhjáhald hans í fyrra stuttu áður en dóttir þeirra kom í heiminn. Þau hafa lítið sést saman að undanförnu og er Kardashian sögð haga sér eins og einstæð móðir enda búa þau ekki einu sinni á sama stað. 

View this post on Instagram

baby💕

A post shared by HEIR JORDYN (@jordynwoods) on Feb 14, 2019 at 7:08pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup