Ákærður fyrir 10 alvarleg kynferðisbrot

Er R Kelly gert að koma fyrir dómara 8. mars, …
Er R Kelly gert að koma fyrir dómara 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna. AFP

Tónlistarmaðurinn R Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum, en honum er gert að hafa brotið á þeim kynferðislega á árunum 1998 til 2010. Þrjár kvennanna voru ólögráða þegar brotin áttu sér stað.

Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur söngvaranum og verði hann sakfelldur fyrir brot sín gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi, að því er segir í frétt BBC. Er R Kelly gert að koma fyrir dómara 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna.

Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað R Kelly um kynferðisbrot undanfarin ár, en meint brot munu hafa átt sér stað yfir rúmlega tvo áratugi. Tónlistarmaðurinn hefur ávallt neitað ásökununum og hefur aldrei verið dæmdur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar