Fleiri stíga fram gegn R Kelly

Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. AFP

Tvær konur hafa bæst í hóp þeirra sem saka tónlistarmanninn R Kelly um kynferðisbrot. Þær Rochelle Washington og Latresa Scaff komu fram á blaðamannafundi í New York í dag þar sem þær greindu frá því þegar þeim voru gefin fíkniefni og áfengi áður en tónlistarmaðurinn króaði þær af á hótelherbergi og krafðist kynferðisathafna.

Samkvæmt frétt BBC af málinu segja konurnar að atvikið hafi átt sér stað á tíunda áratugnum, annaðhvort árið 1995 eða 1996, þegar þær voru táningar. Þá hafi einn öryggisvarða R Kelly valið þær úr hópi aðdáenda á tónleikum.

Unglingsstúlkunum var fylgt upp á hótelherbergi og þeim gefin fíkniefni og áfengi og sagt að bíða eftir tónlistarmanninum. Þeim var síðan sagt að lyfta upp kjólunum þegar R Kelly var væntanlegur, og mætti hann skömmu síðar inn á herbergið með kynfærin úti og ætlaðist til þess að stunda með þeim kynlíf.

Washington neitaði og flúði inn á snyrtingu hótelherbergisins á meðan Scaff varð eftir og stundaði kynlíf með tónlistarmanninum. Hún sagðist á blaðamannafundinum ekki hafa verið í nokkru ástandi til að veita samþykki sitt fyrir því sem fram fór vegna ölvunar og eiturlyfja.

Scaff kveðst hafa ákveðið að stíga fram vegna allra hinna fórnarlamba R Kelly, en meint brot tónlistarmannsins gegn fjölda kvenna spanna á þriðja áratug. Hann hefur þó aldrei verið sakfelldur og neitar öllum ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar