The Guardian lofar Ófærð 2

Ófærð 2 hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi.
Ófærð 2 hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi. ljósmynd/Lilja Jóns

Breski fjölmiðillinn The Guardian birti í gær jákvæðan dóm um Ófærð 2. Þættirnir fóru nýlega í sýningu á BBC Four en þeir hafa notið mikilla vinsælda í Bretlandi og víða í Evrópu. Síðasti þáttur Ófærðar 2 fer í loftið hér á Íslandi á sunnudagskvöldið. 

Í dómnum segir að þættirnir séu ekki tilgerðarlegir eða ofleiknir eins og oft verður með þætti sem taka á málum samtímans. „Það eru líka tímalaus umfjöllunarefni í þáttunum, eins og mannlega hliðin á fjölskylduerjum, fúlir og bólgrafnir unglingar sem vilja ekki taka heyrnartólin af á meðan þeir borða morgunmat og kvöldstundir yfir mjólkurglasi.“

Blaðamaður The Guardian virðist vera hrifinn af íslenskri náttúru og skandinavísku yfirbragði þáttanna, og lopapeysunum sem persónur þáttanna klæðast gjarnan. 

Fleiri miðlar hafa birt dóma um þættina, og lofað þá. The Killing Times birti jákvæðan dóm um fyrstu tvo þættina í vikunni og The Scotland Herald hefur einnig lofað þættina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan