The Guardian lofar Ófærð 2

Ófærð 2 hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi.
Ófærð 2 hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi. ljósmynd/Lilja Jóns

Breski fjöl­miðill­inn The Guar­di­an birti í gær já­kvæðan dóm um Ófærð 2. Þætt­irn­ir fóru ný­lega í sýn­ingu á BBC Four en þeir hafa notið mik­illa vin­sælda í Bretlandi og víða í Evr­ópu. Síðasti þátt­ur Ófærðar 2 fer í loftið hér á Íslandi á sunnu­dags­kvöldið. 

Í dómn­um seg­ir að þætt­irn­ir séu ekki til­gerðarleg­ir eða of­leikn­ir eins og oft verður með þætti sem taka á mál­um sam­tím­ans. „Það eru líka tíma­laus um­fjöll­un­ar­efni í þátt­un­um, eins og mann­lega hliðin á fjöl­skyldu­erj­um, fúl­ir og ból­grafn­ir ung­ling­ar sem vilja ekki taka heyrn­ar­tól­in af á meðan þeir borða morg­un­mat og kvöld­stund­ir yfir mjólk­urglasi.“

Blaðamaður The Guar­di­an virðist vera hrif­inn af ís­lenskri nátt­úru og skandi­nav­ísku yf­ir­bragði þátt­anna, og lopa­peys­un­um sem per­són­ur þátt­anna klæðast gjarn­an. 

Fleiri miðlar hafa birt dóma um þætt­ina, og lofað þá. The Kill­ing Times birti já­kvæðan dóm um fyrstu tvo þætt­ina í vik­unni og The Scot­land Her­ald hef­ur einnig lofað þætt­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú átt eftir að koma þér í klípu. Ein leið til að forðast það er að muna að fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú átt eftir að koma þér í klípu. Ein leið til að forðast það er að muna að fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell