Biður eiginkonuna afsökunar á nýrri plötu

Hjónin á sviðinu á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Hjónin á sviðinu á Grammy-verðlaunahátíðinni. AFP

Rapparinn Offset biður eiginkonu sína, rapparann Cardi B, afsökunar á nýrri plötu sinni sem kom út í gær. Plata hans „A Father of 4“ kom út í gær og í laginu „Don't Lose Me“ biðst hann afsökunar á að vera lélegur eiginmaður. 

Parið hætti saman í nokkrar vikur í byrjun desember eftir að upp komst um framhjáhald Offset. Þau hafa þó náð aftur saman síðan þá og mættu saman á Grammy-verðlaunahátíðina. Saman eiga þau dótturina Kulture en hún er aðeins 7 mánaða gömul.

Í „Don't Lose Me“ rappar hann: „Og ég biðst fyrirgefningar, skilur þú hvað ég er að segja? Fyrir að brjóta hjarta þitt, brjóta loforð okkar, brjóta loforð Guðs og fyrir að vera sjálfselskur og ruglaður eiginmaður, skilur þú hvað ég er að segja? Ég er að reyna að vera betri manneskja.“

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar