Eftirminnileg atvik á Óskarnum

Það var einstaklega pínlegt þegar La La Land var tilkynnt …
Það var einstaklega pínlegt þegar La La Land var tilkynnt sem sigurvegari, en raunverulegur sigurvegari var Moonlight. AFP

Það er margt sem getur farið úrskeiðis á jafn stórum viðburði og Óskarsverlaununum. Það er ákveðið gleðiefni fyrir okkur venjulega fólkið þegar stjörnurnar í Hollywood koma sér í vandræðalegar aðstæður.

Leikkonan Jennifer Lawrence hefur til dæmis dottið tvisvar á verðlaunahátíðinni, fyrst árið 2013 þegar hún var á leið upp á svið. Ári seinna datt hún svo á rauða dreglinum.



Það er sennilega ferskt í minni margra þegar röng kvikmynd fékk Óskarinn fyrir bestu mynd ársins 2017. Kvikmyndin La La Land var lesin upp í beinni en kvikmyndin Moonlight var raunverulegur sigurvegari í flokknum.

Þá urðu mistök árið 2017 við val á myndum þegar heiðra átti leikara sem féllu frá á árinu. Óvart var notuð mynd af kvikmyndaframleiðandanum Jan Chapman þegar heiðra átti búningahönnuðinn Janet Patterson.

skjáskot

James Franco og Anne Hathaway voru kynnar hátíðarinnar árið 2011. Opnunarræða þeirra var vægast sagt vandræðaleg en þau vinkuðu meðal annars til móður Hathaway og ömmu Franco. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar